Sæfari og Björgunarfélag Ísafjarðar í samstarf

Björgunarfélag Ísafjarðar og Sæfari, áhugamannafélag um sjósport við Ísafjarðardjúp hafa gert samkomulag um samstarf um noktun húsnæðis Sæfara og aðstöðu að Suðurtanga 2 , Ísafirði. Um árabil hefur Sæfari boðið ungmennum á Ísafirði upp á siglunganámskeið yfir sumartímann. Í framhaldinu hafa mörg þeirra gengið til liðs við Hafstjörnuna, unglingadeild Björgunarfélagsins.

Með samstarfsyfirlýsingunni verður aðstaðan til boða til vetraræfinga, sem felast í því að bjarga mönnum úr sjávarháska með því að henda björgunarbátum í sjó og synda í sjónum og æfa björgun.

Það vou þau Anja Nickel, formaður Sæfara og Valþór Atli Birgisson, formaður Björgunarfélags Ísafjarðar sem undirrituðu samkomulagið.

DEILA