Nemendagarðar Háskólaseturs Vestfjarða: breytt skipulag samþykkt

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti einróma fyrir helgina smávægilega breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Fjarðarstræti 20 svo unnt verði að reisa þar 40 íbúða nemendagarða fyrir Háskólasetur Vestfjarða.

Heildarstofnverð nemendagarðanna er 616 milljón króna. Heildarfermetrafjöldinn er 1.220. Áformað er að framkvæmdir hefjist í haust og verði lokið annað haust.

Stofnað verður húsnæðissjálfseignarstofnun sem stendur að framkvæmdunum og fær styrk frá ríkinu fyrir 18% af byggingarkostnaði og 12% frá sveitarfélaginu.

DEILA