Í listinn Ísafjarðarbæ: Þórir Guðmundsson hættir

Þórir Guðmundsson.

Þórir Guðmundsson, bæjarfulltrúi Í listans segist ekki munu ekki gefa kost á sér aftur í efstu sætin en muni þó ekki alveg hverfa á braut. Aðrir bæjarfulltrúar hafa ekki ákveðið sig endanlega en segjast þó hafa áhuga.

Oddviti listans Arna Lára Jónsdóttir segist hafa verið bæjarfulltrúi lengi og hafi verið að meta hvort hún eigi að láta þetta gott heita eða gefa kost á sér áfram.

„Það er spennandi tímar og verkefni framundan í Ísafjarðarbæ og ég hef áhuga að koma að því starfi með einum eða öðrum hætti. Þannig ég hallast nú frekar á því að bjóða mig fram aftur í vor en það er auðvitað komið undir félögum mínum Í-listanum hvort ég hafi stuðning til þess.“

Nanný Arna Guðmundsdóttir svarar spurningunni um hvort hún muni bjóða sig fram aftur svona: „Ég hef áhuga til þess að halda áfram að vinna að verkefnum fyrir Ísafjarðarbæ. Það ræðst svo þegar nær dregur hvernig framboðslista Í-listinn teflir fram.“

Sigurður Jón Hreinsson er fjórði bæjarfulltrúi Í listans.

„Það er svo langt enn til vors, að ómöglegt er að segja til um það núna“ en bætir því við að hann hafi enn mikinn áhuga fyrir sveitarstjórnarmálum.

DEILA