Orgelsumar í Hallgrímskirkju – Tuuli Rähni á næstu hádegistónleikum

Orgelsumar í Hallgrímskirkju verður haldið hátíðlegt frá 3. júlí til 22. ágúst í sumar.

Átta íslenskir organistar sem starfa við kirkjur víða um land leyfa Klais-orgeli Hallgrímskirkju að hljóma á hádegistónleikum frá 3. júlí til 14. ágúst. Orgelið hefur skipað stóran sess í tónleika- og helgihaldi kirkjunnar allt frá vígslu þess á aðventu 1992.

Tuuli Rähni, organisti Ísafjarðarkirkju, kemur fram á hádegistónleikum Orgelsumarsins í Hallgrimskirkju laugardaginn, 31. júlí. Tónleikarnir hefjast klukkan 12:00 og standa í um 30 mínútur.Orgelsumar í Hallgrímskirkju verður haldið hátíðlegt frá 3. júlí til 22. ágúst í sumar. Átta íslenskir organistar sem starfa við kirkjur víða um land leyfa Klais-orgeli Hallgrímskirkju að hljóma á hádegistónleikum frá 3. júlí til 14. ágúst. Orgelið hefur skipað stóran sess í tónleika- og helgihaldi kirkjunnar allt frá vígslu þess á aðventu 1992. Á Menningarnótt verður orgelmaraþon fjölmargra organista í kirkjunni en orgelsumrinu lýkur svo með lokatónleikum sunnudaginn 22. ágúst klukkan 17:00.Hægt er að fá miða við innganginn og á tix.is
Miðaverð er 2000 krónur en ókeypis er fyrir börn undir 16 ára aldri.Tuuli Rähni starfar sem organisti Ísafjarðarkirkju og kennir einnig píanóleik og söng. Hún er fædd í Eistlandi og stundaði píanónám í Tónlistarmenntaskólanum í Tallinn og síðar við Eistnesku tónlistarakademíuna hjá Prof. Peep Lassmann, fyrrum nemanda Emil Gilels þaðan sem hún útskrifaðist með láði árið 1991.
Þar næst lá leiðin í meistaranám til Þýskalands en Tuuli lauk meistaragráðu í bæði píanóleik og kammertónlist frá Tónlistarháskólanum í Karlsruhe árið 1997.Tuuli hefur komið fram í Bretlandi, Japan, Frakklandi, Þýskalandi, Rússlandi og víðar og hjá Eistneska ríkissjónvarpinu. Auk þess hefur hún leikið inn á upptökur hjá eistneskum og þýskum útvarpsstöðvum sem og inn á geisladiska, þar á meðal fyrir Naxos.
Árið 2005 flutti Tuuli með fjölskyldu sinni til Íslands og hefur starfað sem organisti og tónlistarkennari allar götur síðan. Hún stundaði orgelnám við Tónskóla Þjóðkirkjunnar undir leiðsögn Björns Steinars Sólbergssonar og lauk þaðan kirkjuorganistaprófi árið 2016 og kantórsnámi 2019. Hún stundar nú áframhaldandi nám í einleiksáfanga.
Tuuli hefur komið fram sem einleikari á orgeltónleikum í Eistlandi og á Ísland.

DEILA