Græmbók um fjarskipti: stöðumat og valkostir

Birt hefur verið á vef stjórnvalda grænbók um fjarskipti. Í grænbók er greining á stöðu fjarskipta með stöðumati og farið yfir helstu viðfangsefnin framundan og mögulegar leiðir leiðir til að leysa þau.

Að loknu opnu samráði er unnið upp úr innsendum athugasemdum og ábendingum drög að stefnu stjórnvalda sem er svo birt í svonefndri hvítbók. Hvítbókin fer einnig í opið samráð og að því loknu er stefnan ákveðin með samþykkt á Alþingi.

Fyrsta stefna stjórnvalda á sviði fjarskipta var samþykkt árið 2005 og núverandi stefna tók gildi 2019. Fjárframlög til fjarskiptamála hafa síðustu ár verið 3 – 3,5 milljarðar króna á ári, en losuðu 4 milljarða króna á síðasta ári.

Uppbygging hefur verið með því besta í heiminum samkvæmt lista alþjóða fjarskiptasambandsins. Á síðasta lista þess, sem er frá 2018, var Ísland í efsta sæti yfir stöðu landa í þróun fjarskipta og upplýsingtækni. Þá er Ísland í efsta sæti samtakanna European FTTH/B (ljósleiðari á heimili/byggingu) fyrir árið 2020.

Sem dæmi um stöðuna er upplýst í grænbókinni að 84% lögheimila og fyrirtækja eigi aðgang að 100 MB/s tengingu og 98% netsamband ( 3G eða betra) sé á þjóðvegunum utan hálendisins. Aðgengi lögheimila að farsíma og/ eða farneti er 99,9%.

Háhraðanetsvæðing landsins er langt komin og stefnt er að lokum samninga við sveitarfélög um fjárstyrk ríkisins á grundvelli ísland ljostengt á næsta ári.

Grænbókin um fjarskipti hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda en frestur til að skila umsögn er til 10. ágúst.

DEILA