Markaðshelgin í Bolungavík fór fram um helgina í blíðviðri og var vel sótt. Nokkur hundruð manns voru á markaðstorginu á laugardaginn. Margir burtfluttir Bolvíkingar nota tækifærið og koma vestur og þá komu margir frá nærliggjandi byggðarlögum einkum þegar markaðstorgið var. Þar voru margir sem buðu varning sinn til sölu og hægt var að gæða sér á margs konar krásum frá ólíkum menningarheimum.
Frá Ísafirði komu góðir og síungir grannar, Villi Valli, Magnús Reynir, Baldur Geirmundsson og Jón Mar og léku þeir við hvern sinn fingur. Trúbadúrinn Karl Hallgrímsson sneri aftur heimaslóðir og Mariann Tühli lék og söng með hljómsveit. Þá voru myndlistarsýningar og söfn og auðvitað golfmótið eitthvað sé nefnt af fjölbreyttri dagskrá helgarinnar.