Harmonikudagurinn á laugardaginn

Villi Valli og Magnús Reynir á harmonikusýningunni á Ísafirði í fyrra. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Harmonikudagurinn  verður haldinn l.d.  12. júní í Félagsheimilinu á Þingeyri frá kl. 3- til kl. 5.

Á undan verður aðalfundur Harmonikufélags Vestfjarða, sem hefst kl 2:15 eftir hádegið.

Harmonikukallarnir á Þingeyri  ásamt  Baldri Geirmunds, Villa Valla  og  Magnúsi Reyni  leika listir sínar.

Kaffiveitingar verða í boði  Harmonikufélags Vestfjarða.

Rútuferð frá Ísafirði í boði félagsins, brottför frá Hlíf  kl 1- (kl 13)  og til baka frá Þingeyri kl 5- (kl 17)

Beðið er um að þeir sem hyggjast þiggja far láti vita í  897-6744, eigi síðar en 10. júní.

A l l i r   v e  l  k o m n i r   meðan húsrúm leyfir.

Frá opnun harmonikusýningar á Ísafirði í fyrra. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.
DEILA