Vill hafa 10 hænur á Ísafirði

Valur Brynjar Andersen, Ísafirði, sækir um leyfi til hænsnahalds í þéttbýli, fyrir 10 íslenskar hænur. Er ætlunin að hafa þær á Smiðjugötunni þar sem Valur býr. Valur sagði samtali við Bæjarins besta að fyrir honum vaki að hafa eitthvað fyrir stafni. Ætlunin er að hafa hænurnar í litlum færanlegum skúr í lokuðum afgirtum garði í öruggu aðhaldi. Hænurnar fær Valur innan úr Djúpi, frá Svansvík.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd frestaði afgreiðslu málsins á meðan unnið er að breytingum á samþykkt um búfjárhald.

Í samþykktinni segir að bæjarstjórn geti veitt leyfi til að halda allt að 10 hænur í öruggu aðhaldi í þéttbýli, en hanar eru
þar með öllu bannaðir.

DEILA