Verkefnisstjórn átaksins sterkari Strandir hefur úthlutað 15 aðilum styrk samtals að upphæð 7,3 m.kr. Þrjátíu og ein umsókn barst um 32,3 m.kr. Úthlutað er úr framtakssjóði brothættra byggða en Strandabyggð er skilgreind sem brothætt byggð. Í verkefnisstjórn sitja sjö fulltrúar. Eru þrír frá Strandabyggð, tveir frá Vestfjarðastofu og tveir frá Byggðastofnun.
Á síðasta ári var úthlutað 11 styrkjum að upphæð 13,6 mkr. úr framtakssjóðnum.
Styrkþegar og verkefni þeirra aðþessu sinni eru eftirfarandi:
Umsækjandi | Verkefni | Úthlutað |
Ágúst Óskar Vilhjálmsson | Krabbaveiðar frá Hólmavík | kr 1.000.000 |
Café Riis | Útisvæði við Café Riis | 650.000 kr |
Aleksandar Kuzmanic | Hólmavík öl – viðskiptaáætlun | 600.000 kr |
Golfklúbbur Hólmavíkur | Uppbygging golfvallar | 600.000 kr |
Náttúrubarnaskólinn (Sauðfjársetur á Ströndum) | Náttúrubarnahátíð 2021 | 600.000 kr |
Skíðafélag Strandamanna | Uppbygging á Skíðasvæði í Selárdal | 600.000 kr |
Bjarni Þórisson | Sjóíþróttafélag í Steingrímsfirði | 500.000 kr |
Hafdís Sturlaugsdóttir | Húsavíkurbúið – tækjakaup | 500.000 kr |
Arnkatla – lista- og menningarfélag | Skúlptúraslóð – annar áfangi | 400.000 kr |
Rannsóknasetur HÍ á Ströndum – Þjóðfræðistofa | Úttekt um héraðsskjalasafn | 400.000 kr |
Kyrrðarkraftur | Skrifstofuaðstaða fyrir verkefnastjóra | 350.000 kr |
Sauðfjársetur á Ströndum | Álagablettir | 300.000 kr |
Leikfélag Hólmavíkur | Leikfélag í 40 ár | 270.000 kr |
Bador slf. | Laupur – Setur íslenska hrafnsins – fýsileikakönnun | 250.000 kr |
Arnkatla – lista- og menningarfélag | Allra veðra von – sirkussýning og -smiðja | 250.000 kr |