Flateyri: 50 manns mættu í plokk

Flateyringar tóku Stóra plokkdaginn alvarlega í gær og mættu ríflega 50 manns og plokkuðu eins og enginn væri morgundagurinn.

„Þökk sé samvinnu og frábærri stemningu er eyrin okkar enn fallegri og hreinni en áður og fólk ánægt með gott dagsverk.“ segir helena Jónsdóttir verkefnisstjóri á Flateyri.

Ekki nóg með að plokkið hafi skilað sér á þar til gerða staði heldur veiddist fjári vel í þessari lotu. 5500 krónur komu upp úr krafsinu. 

Hver segir svo að það borgi sig ekki að plokka?

Myndir Helena Jónsdóttir

DEILA