2019: atvinnutekjur 19% hærri á höfuðborgarsvæðinu

Atvinnutekjur hjóna á höfuðborgarsvæðinu með 1-2 börn voru 19% hærri en sama þjóðfélagshóps á landsbyggðinni á árinu 2019.

Þetta kemur fram á vef stjórnvalda tekjusagan.is.

Atvinnutekjurnar voru 1.320.791 kr á mánuði á höfuðborgarsvæðinu. Á landsbyggðinni voru atvinnutekjurnar 1.109.891 kr. Munurinn er um 211.000 kr á mánuði sem tekjurnar eru hærri á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Útreikningarnir miðast við alla á aldrinum 25 -64 ára.

Ráðstöfunartekjur 13% hærri

Þegar við er bætt bótum frá ríkinu svo sem vaxabótum, barnabótum og lífeyristekjum en frá dregnar skattgreiðslur fást svonefndar ráðstöfunartekjur. Þær reynast vera 965.975 kr/mán á höfuðborgarsvæðinu en 855.458 kr/mán á landsbygginni. Munurinn er 13%.

Skattlagningin minnkar muninn úr 19% í 13% sem þýðir að skatturinn, einkum tekjuskatturinn, er hærri á hærri tekjur og það minnkar muninn milli tekjuhópanna.

Ekki kemur fram í gögnunum hver meðalvinnustundafjöldinn er á bak við atvinnutekjurnar.

Í töflunni að neðan má sjá upplýsingarnar fyrir höfuðborgarsvæðið.