Vegagerðin hefur tilkynnt sveitarstjórn Drangsness um fyrirhugaða skerta vetrarþjónustu á veginum um Selströnd til Drangsness. Verður þjónusta á veginum sex daga í viku í stað alla daga. Engin þjónusta verður á laugardögum.
Með nýjum vegi yfir Bjarnafjarðarháls verður hins vegar tekin upp þjónusta á hálsinum tvo daga í viku. Engin mokstur verður í Bjarnafirðinum út að sunnanverðum til Drangsness.
Finnur Ólafsson, oddviti Kaldrananeshrepps sagði í samtali við Bæjarins besta að sveitarstjórn væri ósátt við minni þjónustu um Selströnd og þætti það ekki góð rök að verið væri að samræma þjónustuna þar við þjónustu annars staðar, sem væri með sex daga þjónustu. Það væri samræming niður á við og væri nær að samræma með aukinni þjónustu.
Finnur taldi að vandi Vegagerðarinnar væri að snjómokstur hefði kostað meira síðasta vetur en ráð var fyrir gert og nú þurfti að draga úr þjónustunni til þess að mæta þeim umframkostnaði.
Sveitarstjórnin fól odvita að svara minniblaði Vegagerðarinnar og koma á framfæri sjónarmiðum hennar.