West Seafood : skiptum lokið

Skiptum lauk í þrotabúi West Seafood ehf á Flateyri fyrir nokkrum dögum.  Greiddar voru  22.433.415 kr. upp í veðkröfur eða 16,7% þeirra. Heildarforgangskröfur í búið voru 57.817.886 kr. og 0,52% forgangskrafna fengust greiddar eða 298.627 kr.  Ekkert fékkst upp í réttlægri kröfur sem námu 128.227.027 kr.

Lýstar kröfur samkvæmt þessu voru um 186 milljónir króna auk veðkrafna sem virðast hafa verið 134 milljónir króna, samtals 320 milljónir króna  og greiddar voru 22,4 milljónir króna.

Að sögn Braga Rúnars Axelssonar, skiptastjóra keypti fyrirtækið Kalksalt ehf húseignina að Hafnarbakka 8 Flateyri og annað fyrirtæki, Orkuver sem er í Önundarfirði, keypti hluta af eignum þrotabúsins.