Heydalur: 61 ha skógrækt

Sveitarstjórn Súðavíkur hefur samþykkt  umsókn frá Gísla Pálmasyni og Stellu Guðmundsdóttir þar sem sótt er um leyfi til skógræktar í landi Heydals í Mjóafirði.

Gert er ráð fyrir að skógræktarsvæðið verði 61 ha, þar af 26 ha nýtt svæði, núverandi
svæði er 35 ha.

Í fundargerð segir að svæðið sé ekki á náttúruminjaskrá, engar skráðar fornminjar eru á svæðinu, engar sérstakar jarðmyndanir né vistkerfi sem njóta verndar. Við hönnun skógarins verði  þess gætt að skógurinn falli sem best að landslagi.

Stella Guðmundsdóttir sagði samtali við Bæjarins besta að skógrækt hafi um árabil verið stunduð á jörðinni í samvinnu við Skjólskóga á Vestfjörðum. Alls væri búið að setja niður um 130 þúsund plöntur. Skógurinn væri met fyrir framan húsakynni ferðaþjónustunnar í Heydal, en nýja svæðið , sem leyfi hefur nú fengist fyrir, væri innar í dalnum.

Á þessu ári verða settar niður um 3000 plöntur að sögn Stellu.