Raggagarður: bílastæði verða malbikuð

Bílastæði Raggagarðs í Súðavík verða lokuð á morgun, föstudag 5. júní og stendur lokunin fram til 12. júní eða í rétta viku þar sem unnið er við lagfæringar og Hlaðbær Colas mun að malbika bílastæði garðsins.

Í tilkynningu frá Raggagarði segir að nóg sé af bílastæðum fyrir neðan garðinn í Túngötunni og eins upp með garðinum ofan við álftina Ask upp Nesvegin ef enginn er að vinna.  Beðið er um að gæta vel að börnum meðan á þessum framkvæmdum stendur þar sem umferð stórra tækja er um götu garðsins.