„Frjáls eins og fuglinn“ – mynda- og minningabók Mats Wibe Lund er nú komin í nýrri útgáfu þar sem hann hefur bætt við fjölda mynda og sett inn nafnaskrá.

The photographer Mats Wibe Lund with his Cessna Skyhawk 172 aircraft TF-IDA.
Í bókinni „Frjáls eins og fuglinn“ rekur Mats Wibe Lund ljósmyndari minningar sinar, en jafnframt er bókin yfirlit um ljósmyndaferil hans sem spannar meira enn 60 ár.
Mats fæddist í Ósló i Noregi 1937. Hann kom fyrst til Íslands sumarið 1954 og vann þá við fornleifa-uppgröftinn í Skálholti. Áhuga hans á Íslandi má rekja til þess tíma er faðir hans rak fyrirtæki sem var staðsett i sama húsi og sendiráð Íslands í Ósló.
Ljósmyndamenntun sína fékk Mats í norska flughernum, í Frakklandi og í Þýskalandi. Hann fluttist alkomin til Íslands árið 1966 ásamt eiginkonu sinni, Arndísi Ellertsdóttur, en hafði þá margsinnis dvalist hér um lengri eða skemmri tíma.
Um tíma rak Mats ljósmyndaverslun og portrettstúdíó í Reykjavík, en hin seinni ár hefur hann helgað sig átthagamyndatökum úr lofti. Hann á nú mikið safn mynda, jafnt af þétttbýlisstöðum sem og af flestum sveitabýlum og eyðibýlum á Íslandi. Úr tölvuvæddu ljósmyndasafni sínu dreifir hann landkynningar- og skreytingamyndum um allan heim.
Bókina má panta beint frá höfundinum á mats@mats.is.
Hér má sjá myndasýningu frá 2018:
https://mats.photoshelter.com/portfolio/G0000gN7gpecKVrM