Snerpa í nýtt húsnæði

Snerpa á Ísafirði hefur flutt sig um set í mun stærra húsnæði að Mjallargötu 1. Af því tilefni var viðskiptavinum Snerpu, gestum og gangandi boðið að skoða húsnæðið á miðvikudaginn og þiggja veitingar. Margir gerðu sér ferð í Snerpu til að skoða nýja húsnæðið.

Björn Davíðsson, framkvæmdastjóri Snerpu segir að Snerpa hafi keypt húsnæðið og selt fyrra húsnæði að Mjallargötu 6. Um væri að ræða verulega stækkun þar sem nýja húsnæðið er um 520 fermetrar. Hjá fyrirtækinu starfa 13 manns og að sögn Björns fara umsvif fyrirtækisins vaxandi með hverju árinu.Stærsta verkefnið sen unnið er að um þessar mundir er lagning ljósleiðara á Ísafirði og reyndar víðar. Undirtektir viðskiptavina hafa verið það góðar að uppbygging á þessu sviði er hraðari en ráð hafði verið fyrirgert.

Björn Davíðsson framkvæmdastjóri Snerpu og Sigurður Jarlsson, viðskiptavinur.