79 nemendur brautskráðir frá Menntaskólanum á Ísafirði

Braustkráðir nemendur Menntaskólans á Ísafirði. Mynd: Gústi

Laugardaginn 26. maí voru 79 nemendur brautskráðir frá Menntaskólanum á Ísafirði. Brautskráðir voru 6 vélstjórar með A-réttindi, 1 nemendi af lista- og nýsköpunarbraut, 4 með skipstjórnarpróf A, 1 með skipstjórnarpróf B, 2 sjúkraliðar, 7 húsasmiðir og 62 stúdentar sem brautskráðust eftir tveimur ólíkum námskrám.

Með hæstu meðaleinkunn á stúdentsprófi voru þær Erna Kristín Elíasdóttir og Telma Ólafsdóttir.

BB óskar öllum þessum efnilegu brautskráðu nemendum til hamingju með áfangann.

Margrét Lilja

milla@bb.is

DEILA