Opinn fundur ÖBÍ með framboðum til sveitarstjórnarkosninga

Öryrkjabandalag Íslands heldur í dag opinn fund með framboðum til sveitarstjórnarkosninga. Fundurinn verður haldinn í Rögnvaldarsal í Edinborgarhúsinu á Ísafirði og er á milli kl. 17 og 19.

Á fundinum verður farið yfir hver réttur fatlaðs fólks er í sveitarfélögum og hverjar áherslur framboðanna eru varðandi búsetu, atvinnu, NPA, skólamál, frístundir, aðgengi, ferðaþjónustu og fleira. Á dagskrá eru áherslur og stefnumál ÖBÍ, kynning á Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og niðurstöður úr Gallup könnun ÖBÍ. Einnig munu frambjóðendur kynna sig og sínar áherslur ásamt því að tekið verður á móti spurningum úr sal.

Fundarstjóri verður Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar

Margrét Lilja

milla@bb.is