Vestfirðir: Piff kvikmyndahátíð hefst í dag

Dagana 14. – 17. október, verður kvikmyndahátíðin The Pigeon International Film Festival (PIFF) haldin á norðanverðum Vestfjörðum. Sýndar verða 70 myndir á hátíðinni. Aðalsýningarstaður er Ísafjarðarbíó og verða sýndar myndir þar í 4 daga. Í Bolungarvík verða sýningar í 2 daga, og á Suðureyri og í Súðavík verða 2 sýningar.
Það verða sýndar 2 Íslenskar kvikmyndir, og 4 Íslenskar stuttmyndir á hátíðinni.
Það verður frítt í á sýningar í Bolungarvík, Súðavík og á Suðureyri. Hægt verður að kaupa passa á allar myndirnar á Ísafirði, eða kaupa staka miða á hverja sýningu fyrir sig.

Nokkrar íslenskar myndir taka þátt í hátíðinni. Þrjár íslenskar stuttmyndir hafa tengingu við Vestfirði, þar á meðal vinningsmynd úr Kvikmyndaskóla Íslands.

Fjölnir Már Baldursson, forsvarsmaður hátíðarinnar segir að sýnd verði ítölsk kvikmynd sem hefur verið að gera það mjög gott á kvikmyndahátíðum víða um heim. Það er ítalska kvikmyndin EST.

Það eru tveir á vegum þeirrar kvikmyndar sem munu koma á hátíðina, og líklega verða yfir 30 erlendir gestir á hátíðinni. það verður líka margir íslenskir kvikmyndagerðamenn á hátíðinni og mikið verður um að vera í bænum þessa helgi. Pólland verður í sviðsljósinu í ár, og verða sýndar yfir 20 myndir þaðan og margar alveg frábærar. Fræðslumyndir, teiknimyndir, stuttmyndir og fleira.
Sýnt verður beint frá verðlaunaafhendingunni í samvinnu með Viðburðarstofu Vestfjarða. Margir styrkja hátíðina og má þar nefna Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær, Snerpa, Húsið,Dokkan brugghús, Hamraborg, Jakob Valgeir, Nettó, Penninn og fleiri.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!