Ísafjarðarbær: styrkir til félaga 1.6 m.kr.

Bæjarráð hefur samþykkt  styrki til félaga og félagasamtaka sem koma til til greiðslu á fasteignagjöldum árið 2020, samtals fjárhæð kr. 1.639.728 en gert er ráð fyrir þessum styrkjum í fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2020.

Hæstu styrkirnir eru 130 þúsund krónur.  Til menngarmála rennur 863.206 kr eða um helmingur styrkveitingarinnar. Meðal félaga sem fá styrk eru átthagafélög, kvenfélag mannræktarfélög og menningarfélag.

Einn stjórnmálaflokkur fær styrk. Það er Framsóknarflokkurinn vegna húsnæðis flokksins á Pollgötu.