Ingólfsfjörður: vegarbætur að nokkru unnar fyrir gýg

Vegarbætrunar sem unnið var að í Ingólfsfirði í fyrrasumar eru að nokkru leyti unnar fyrir gýg eftir óveðursgarða í vetur. Pétur Guðmundsson, Ófeigsfirði var á ferð í Ingólfsfirði um helgina og segir að óveðursgarðar í nóvember og janúar hafi skemmt veginn í Ingólfsfirði á nokkrum stöðum og í raun sé bara fært að húsunum á Eyri.  Pétur segir veginn illa farinn vegna þess að ekki var leyft að sækja grjót í vegagerðina til þess að verja veginn fyrir sjávargangi. Vesturverk fékk aðeins leyfi til þess að vinna 6 metra frá miðlínu vegar og mátti aðeins nota það efni sem þar var.

Eins og kunnugt er voru það landeigendur að Eyri og Seljanesi, að hluta til , sem beittu sér gegn vegarbótum og kærðu  til Minjastofnunar og Úrskurðanefndar um umhverfis- og auðlindamál og töfðust framkvæmdir töluvert vegna þess auk þess sem svigrúm til vegarbótanna var skert.

Fyrir utan Bergið, sem kallað er, hefur vegurinn sópast á haf út og þar er aðeins fjara.

Að sögn Péturs urðu einnig skemmdir á nýjum vegi í Norðurfirði þar sem ekki var sett grjót utan á veginn til varnar ágangi sjávar. „Það var óvenjuharður vetrargarður núna. Það gerðist síðast 1995 að vegur hvarf í Ingólfsfirði á kafla.“

Vegurinn fyrir utan Bergið í fyrrasumar. Mynd: Kristján Bjarnason.

 

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!