28 smit á Vestfjörðum

Tuttugu og átta einstaklingar á Vestfjörðum hafa verið greindir með covid19 veiruna. Þar af dvelja ekki 5 á svæðinu þannig að smitin á svæðinu eru 23. Fyrr í dag var staðan þannig að flest voru smitin  í Bolungavík eða 8. Í Hnífsdal eru þrír smitaðir og 2 á Ísafirði. Allir þessir 13 eru komnir í einangrun. Bæjarins besta hefur ekki skiptingu eftir sveitarfélögum þeirra 10 smita sem bættust við síðar í dag að öðru leyti en því að 4 eru í Bolungavík. Eru þá samtals 12 smitaðir í Bolungavík.

Í Bolungavík eru 30 í einangrun.

Í dag voru send frá Ísafirði og Bolungarvík ríflega 20 sýni til rannsóknar og má vænta niðurstaðna á morgun. Upplýst er að alls eru 29 sýnifrá Bolungavík sem bíða greiningar.

Þá eru fjögur sýni frá Vesturbyggð í bið.

Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða staðfesti í viðtali við Bæjarins besta að 10 vistmenn á Bergi, hjúkrunarheimili í Bolungavík væri komnir í sóttkví og auk þess 9 starfsmenn.

Fimm úr áhöfn Sirrýar ÍS fóru í prufu og reyndust allir jákvæðir. Guðbjartur Flosason hjá Jakob Valgeir ehf segir að áhöfnin að öðru leyti sé komin í 14 daga sóttkví og skipið fari ekki úr höfn fyrr en um miðjan apríl.

Fréttin hefur verið uppfærð.