Tálknafjörður: Ólafur Þór verðandi sveitarstjóri

Viðræður standa yfir milli Tálknafjarðarhrepps og Ólafs Þórs Ólafssonar, kennara og forseta bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar um starf sveitarstjóra. Bjarnveig Guðbrandsdóttir oddviti Tálknafjarðarhrepps staðfesti þetta í viðtali við Bæjarins besta í gærkvöldi.

Bjarnveig sagði að gert væri ráð fyrir að Ólafur Þór hæfi störf 1. apríl næstkomandi. Fram að því mun Bjarnveig gegna starfi sveitarstjóra. Hún sagði mikinn feng að því að fá Ólaf Þór þar sem hann hefði mikla reynslu af sveitarstjórnarstörfum.

Starfið var ekki auglýst heldur leitað að manni í starfið.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!