Félag eldri borgara á Ísafirði og nágrenni 25 ára 6. nóvember 2019.

FEBÍ var stofnað á fundi á Hlíf á Ísafirði þann 6. nóvember 1994 af 88 mönnum sem sátu fund þennan og gerðust stofnfélagar.

Áður höfðu allmörg félög eldri borgara verið stofnuð í stærri sveitarfélögum landsins.    Nú eru samkvæmt vef LEB alls 56 félög eldri borgara á landinu.

Tilgangur félaganna er að sinna málefnum aldraðra og þegar lesin eru lög þeirra eða stofnskrár eru þau flest með líku sniði og kennir þar margra grasa. Flest huga að húsnæði. Sum eiga húsnæði en algengara er að sveitarfélögin leggi þeim til húsnæði ókeypis og þau stærstu einnig starfmann eða framlag til að ráða starfsmann. Nokkur eru í nánu samstarfi við sveitarfélagið og reka með samningi við það félagsmiðstöðvar.

Það er svo á haustdögum 1994 að nokkrir eldri borgarar koma saman á Hlíf og ræða um stofnun félags. Drög að fundargerð er dagsett 18. október 1994, þar sem Guðmundur H Ingólfsson leggur fram drög að lögum fyrir slíkt félag, handrit að fundarboði og dagskrá fyrir stofnfund.

Til stofnfundar er svo boðað 6. nóvember 1994. Kl. 16 á Hlíf á Torfnesi.

 

Starfssemi félagsins hefur verið líkt og annara félaga eldri borgara á landinu.   Lengi vel hafði félagið ekki í neitt ákveðið húsnæði .  Árið 2001 er farið að ræða um vöntun á eigin húsnæði.   Á aðalfundi 2010 segir Halldór Hermannsson formaður, að nú hylli undir að félagið fái húsnæði í kjallara Hlífar og skoðar stjórnin það og afræður að ganga til samninga við Ísafjarðarbæ um afnot af því.  Félagið sá um standsetningu og kaup á tækjum í eldhús og borð og stóla, sem félagið greiddi úr eigin sjóði. Nokkur vinna var gefin svo sem við að mála húsnæðið o.fl. Ísafjarðarbær leigir félaginu húsnæðið en það fær leiguupphæðina sem framlag. Þann 31. október 2010 var húsnæðið tekið í notkun og ákveðið af stjórn að nefna það NAUST.

Í því hefur síðan verið haft OPIÐ HÚS yfir vetrartímann.

Alla þriðjudaga og fimmtudaga er eitthvað um að vera.  Á þriðjudögum er Bingó – Spilavist og Bókarabb.  Á fimmtudögum er spilað Bridge en minna hefur farið fyrir skákinni og svo er nýbyrjað Zumba sem hefur verið mjög vinsælt hjá mörgum eldri borgara félögum.  Öllum eldri borgurum er frjálst að koma og taka þátt og eru hvattir til að kíkja við og fá sér kaffisopa.

Á  þessu ári var farin tveggja daga ferð suður að Laugum í Dalasýslu, komið var í Kirkjuna í Hjarðarholti og ekið um Fellsströnd og Skarðsströnd .   2020  er ákveðin er þriggja daga ferð í V-Hún  og komið er tilboð í Spánarferð að hausti 2020.

 

Formenn frá upphafi hafa aðeins verið sjö. Guðmundur H Ingólfsson, Hákon Bjarnason, Jón Fanndal Þórðarson, Geirþrúður Charlesdóttir, Halldór Hermannsson, Grétar Þórðarson og núverandi formaður er

Sigrún C Halldórsdóttir.

 

Árið 2011 er íþróttafélagið KUBBI stofnað og hefur það séð um íþróttaiðkunina fyrir félagsmenn s.s.  sundleikfimi , bocia  og pútt .

Kubbi er mjög virkur og hefur tekið þátt í 50plús móti UMFÍ frá upphafi.

 

Í dag eru 330 manns í félaginu og er það fyrir fólk 60 plús.

 

Haldið var afmælishóf að Hótel Ísafirði í september s.l. þar sem var mjög vel mætt og eru línur þessar unnar upp úr erindi Bergs Torfasonar sem hann flutti þar.

 

Ísafirði 6.nóv. 2019

Sigrún C. Halldórsdóttir form. FEBÍ

 

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!