Yfirlýsing frá þingflokksformönnum Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks

Meðfylgjandi er fréttatilkynning þingflokksformanna VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks vegna frétta af fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í morgun.

Vegna fréttaflutnings af fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis

 

Frávísunartillaga sem var lögð fram á fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun sneri einungis að því að setja af formann nefndarinnar. Ekki lá fyrir tillaga um nýjan formann. Óvissa var um hvort tillagan væri tæk. Frávísunartillagan var ekki stuðningsyfirlýsing við nefndarformennsku Bergþórs Ólasonar.

 

Formennska í umhverfis- og samgöngunefnd er hluti af samkomulagi milli meirihluta og minnihluta. Samkvæmt samkomulagi þingflokksformanna í kjölfar þingkosninga 2017 féll formennska í þremur nefndum í skaut stjórnarandstöðuflokka og formennska í fimm nefndum í skaut stjórnarflokkanna. Það er á forræði þingflokksformanna ef breyta á samkomulaginu og hafa þannig áhrif á nefndarformennsku.

 

Undir þetta skrifa þingflokksformenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.

DEILA