Landsbyggðin vill frekar greftun en líkbrennsla frekar fyrir sunnan

MMR gerir ýmiss konar kannanir og spurt er um ýmislegt. Í dag birti MMR niðurstöður könnunar á því hvers konar útför landsmenn myndu kjósa fyrir sjálfa sig. Kom í ljós að viðhorfin eru verulega msimunandi milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðsins.

Helstu niðurstöður:

 Alls sögðust 59% kjósa sér líkbrennslu eftir andlát en 38% kváðust vilja greftrun. Þá kváðust 3% kjósa annars konar útför.

Svarendur yngsta aldurshópsins (18-29 ára) voru líklegust allra aldurshópa til að segjast kjósa bálför (62%). Svarendur 68 ára og eldri (44%) voru hins vegar líklegust til að segjast kjósa jarðarför.

Íbúar landsbyggðarinnar voru líklegri til að segjast kjósa sér jarðarför (55%) en svarendur af höfuðborgarsvæðinu kváðust frekar kjósa bálför (68%).

Stuðningsfólk Viðreisnar (80%), Pírata (80%) og Samfylkingar (71%) reyndist líklegast til að segjast kjósa að halda inn í eilífðarmyrkrið með bálför en stuðningsfólk Flokks fólksins (59%) og Sjálfstæðisflokks (53%) reyndust líklegust til að kjósa jarðarför. Þá reyndust Píratar (10%) líklegastir allra svarenda til að segjast kjósa annars konar útför.

Könnunin var framkvæmd dagana 15. til 21. nóvember 2018 og var heildarfjöldi svarenda 928 einstaklingar, 18 ára og eldri.

Athugasemdir

athugasemdir