Miðvikudagur 14. maí 2025
Heim Blogg Síða 2102

Verður kosningaaldurinn lækkaður?

.

Gangi það eft­ir, að kosn­inga­réttur verði færður niður að 16 ára aldri, þá munu lík­lega um átta þús­und nýir kjós­endur bæt­ast við kjör­skrá fyrir sveit­ar­stjórna­kosn­ing­arnar í vor. Í Morg­un­blað­inu í dag er haft eftir Andr­ési Inga Jóns­syni, þing­manni Vinstri grænna, að hann sé nokkuð bjart­sýnn á að það tak­ist að ljúka þessu máli fyrir kosn­ing­arnar í vor­u.
Andrés Ingi er fyrsti flutn­ings­maður frum­varps­ins en að því standa 15 þing­menn úr öllum flokk­um.

Fram kemur í greinargerð frumvarpsins að fyrri mál þessa efnis hafa miðað að því að lækka kosningaaldur almennt úr 18 árum í 16 ár, sem krefst þess að gerðar séu breytingar á 33. gr. stjórnarskrárinnar. „Hér er hins vegar lagt til að stíga skrefið til hálfs með því að breyta kosninga- aldri í kosningum til sveitarstjórna sem krefst aðeins einfaldrar laga- breytingar,“ segir í greinargerð.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var fyrsti flutningsmaður samskonar frumvarps í haust.

Auglýsing

Áframhaldandi lægðagangur

Flughált á vestfirskum vegum.

Veðurstofan spáir suðaustanátt á Vestfjörðum í dag, 8-13 m/s. Skúrir eða él síðdegis. Hiti 0 til 5 stig. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að skilakerfi valdi óveðrinu sem hefur geisað á suðvesturhorni landsins. Skilakerfið er ættað frá krappri og djúpri lægð, sem hreyfist norðvestur yfir Grænlandshaf. Þegar lægðin nálgast Grænlandsströnd í nótt dregur talsvert úr vindi og á morgun blása fremur hægir vindar með úrkomu í minna lagi.
Á fimmtudag er síðan von á næstu lægð, sem gefur systurlægð sinni ekkert eftir með tilheyrandi stormi og votviðri. Veðurspá helgarinnar er því miður ekki mikið skárri, áfram hvassir vindar og úrkomusamt.

Færð á vegum

Á Vestfjörðum er víða hált eða flughált. Flughálka er í Ísafjarðardjúpi, á Steingrímsfjarðarheiði, á Þröskuldum, í Kollafirði, á Hálfdán, á Innstrandavegi og á Fellsströnd. Þæfingur er á Kleifaheiði.

Auglýsing

Allt flug liggur niðri

Allt inn­an­lands­flug ligg­ur niðri enda bál­hvasst á suðvest­ur­horni lands­ins. Allt milli­landa­flug hef­ur legið niðri síðan upp úr miðnætti og er áætlað að næsta flug­vél fari frá land­inu um níu­leytið.

Mjög hvasst er á Reykja­nes­braut­inni og fer í 35-40 metra á sek­úndu í hviðum. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Vega­gerðinni má gera ráð fyr­ir að vind­ur verði í há­marki frá klukk­an fimm í morg­un til níu. Á suðvest­ur­horn­inu eru 20-25 metr­ar á sek­úndu og slag­veðursrign­ing. Eins er mjög hvasst á Kjal­ar­nesi og und­ir Eyja­fjöll­um.

Greiðfært er víða á Suður- og Vest­ur­landi en hálku­blett­ir geta verið í innsveit­um. Flug­hált er í Grafn­ingi, í Kjós­ar­sk­arði og á Fróðár­heiði. Mjög hvasst er á Reykja­nes­braut, á Kjal­ar­nesi, á Sand­skeiði og und­ir Hafn­ar­fjalli. Á Vest­fjörðum er víða hált eða flug­hált og víða hvasst. Þæf­ing­ur er á Hálf­dán.

Auglýsing

Óljósar reglur um akstursþjónustu

Vesturbyggð var óheimilt að takmarka akstursþjónustu við fatlaða konu við tiltekina félagsmiðstöð í bænum. Þetta er mat Umboðsmanns Alþingis, sem telur að málsmeðferð sveitarfélagsins og úrskurðarnefndar velferðarmála hafi farið í bága við lög. Hann telur að stjórnvöld verði að taka af allan vafa um rétt fatlaðs fólks til akstursþjónustu. Frá þessu var greint í kvöldfréttum RÚV í gær.

Á undanförnum árum hafa fjölmiðlar fjallað um mál Sigríðar Guðbjartsdóttur og baráttu sonar hennar fyrir því að fá akstursþjónustu fyrir hana að heimili hennar að Láganúpi í Kollsvík, um 60 kílómetra frá Patreksfirði. Þrátt fyrir að Vesturbyggð hafi boðið út akstursþjónustuna í tvígang fékkst ekki viðunandi tilboð að mati sveitarfélagsins. Eftir að málið hafði þvælst í kerfinu fékk Sigríður að endingu akstursþjónustu á félagsheimili aldraðra á Patreksfirði en ekki á aðra staði. Sigríður lést í haust.

Úrskurðarnefnd velferðarmála úrskurðaði á endanum að synjun Vesturbyggðar um frekari akstur stæði.  Mæðginin kærðu málið til Umboðsmanns Alþingis sem telur að úrskurðarnefndin hafi ekki tekið nægilega mið af samningi Sameinuðu þjóðanna um fatlað fólk sem íslensk stjórnvöld hafa innleitt.

Í áliti umboðsmanns kemur fram að úrskurðarnefndin telji að sveitarfélögum sé að meginstefnu falið að ákveða umfang akstursþjónustu í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Umboðsmaður telur það óviðunandi hversu óskýr þessi réttur sé og beinir af þeim sökum þeim tilmælum til félagsmálaráðherra að afmarka betur rétt fatlaðs fólks til akstursþjónustu með nánari og skýrari hætti í lögum.

Auglýsing

Gangamenn komnir á fullt á ný

Báðir borar verktakans í útskoti B.

Í viku 51 á síðasta ári voru grafnir 9,5 metrar í Dýrafjarðargöngum. Á þriðjudeginum 19. desember fóru starfsmenn í jólafrí og ekkert unnið í göngunum til 3. janúar. Í fyrstu viku þessa árs voru grafnir 29,2 metrar og í lok vikunnar voru göngin orðin 850,7 metrar sem er 16% af heildarlengd ganganna.

Í lok síðasta árs og í viku 1 á þessu ári hefur verið grafið stærra snið í útskoti C. Í útskot C kemur neyðarrými.

Sem fyrr hefur verið grafið í gegnum þrennskonar efnisgerðir. Berggangurinn sem hefur verið í vinstri vegg ganganna var í lok vikunnar búinn að skiptast í marga grennri ganga og kominn í allt snið ganganna. Neðst í sniðinu er kargi á leiðinni upp og þar fyrir neðan er kargabasalt og má gera ráð fyrir að betra berg sé á leiðinni upp í sniðið. Í þekjunni er svo basaltið sem grafið hefur verið í síðustu vikurnar. Úr lofti og veggjum dropar vatn.

Efni úr göngunum er keyrt í vegfyllingu sem er komin um 530 metra frá enda fyrirhugaðs vegskála. Enn á þó eftir að hækka veginn töluvert.

Auglýsing

Nokkuð um aðstoðarbeiðnir á fjallvegum

Undanfarna daga hefur lögreglu borist aðstoðarbeiðnir frá vegfarendum sem hafa fest bifreiðar sínar í snjó, aðallega á fjallvegum, í umdæminu. Björgunarsveitarfólk hefur aðstoða þessa vegfarendur sem fyrr og vill lögreglan á Vestfjörðum koma á framfæri þakklæti til þessara viðbragðsaðila.

Um helgina var veginum milli Súðavíkur og Ísafjarðar lokað af öryggisástæðum, vegna snjófloðahættu, eftir fund lögreglu með starfsmönnum Veðurstofu Íslands og yfirmönnum Vegagerðarinnar. Lokunin stóð yfir frá kl.23:00 á laugardagskvöldinu og fram undir hádegið daginn eftir.

Í yfirliti lögreglunnar um verkefni síðustu viku kemur fram að sektarmiði var settur á eina bifreið sem hafði verið lagt við vatnshana sem slökkviliðinu er ætlað að nota ef til eldsvoða kæmi. Slíkt hátterni er bannað og litið mjög alvarlegum augum af lögreglu. Þá var umráðamaður annarrar bifreiðar sektaður fyrir að leggja ólöglega á öðrum stað. Bæði þessi tilvik voru á Ísafirði.

Fjórir ökumenn voru kærðir í liðinni viku fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða.

Lögreglunni barst tilkynning um að ekið hafi verið á skilti við eldsneytisdælur Orkunar á Skeiði, á Ísafirði, annað hvort 30. eða 31. desember sl. Ekki er vitað hver olli tjóninu. Lögreglan þiggur allar ábendingar. Hringja á í símanúmerið 444 0400 eða senda skilaboð á Facebooksíðu lögreglunnar.

Tilkynnt var um þrjú umferðaróhöpp í liðinni viku. Það fyrsta varðaði útafakstur á Steingrímsfjarðarheiði á nýársdag. Engin slys urðu á fólki en bifreiðin sem um ræðir skemmdist, var þó ökuhæf eftir atvikið. Annað óhappið varð á Ísafirði er tvær bifreiðar rákust saman á nýársdag. Tjón minniháttar og engin slys á fólki. Þriðja óhappið varð aðfarnótt sunnudagsins 7. janúar er vöruflutingabifreið var ekið á kyrrstæða og mannlausa fólksbifreið sem skilin hafði verið eftir á Djúpvegi, skammt frá Reykjanesi. Ökumaður fólksbifriðarinnar hafði fest bifreiðina í snjó á veginum og hafði komist á næsta bæ til að gista. Svo virðist sem engin viðvörunarljós hafi logað á fólksbifreiðinni eða annað sem gaf bifreiðina til kynna á þessum stað. Engann sakaði við áreksturinn en tjón á ökutækjum var töluvert. Rétt er að brýna ökumenn, sem þurfa að skilja við bifeiðar sínar við akbrautir, að kveikja á viðeigandi viðvörunarljósum, oft kallað neyðarblikkljós.

Auglýsing

Eykur ráðstöfunartekjur hátekjuhópa sexfalt meira

ASÍ seg­ir að skatt­breyt­ing­ar stjórn­valda muni auka ráðstöf­un­ar­tekj­ur há­tekju­hópa sex­falt meira en lág- og milli­tekju­fólks. Þetta kem­ur fram á vef ASÍ.

Þar seg­ir, að um ára­mót hafi per­sónu­afslátt­ur hækkað til sam­ræm­is við hækk­un á verðlagi und­an­farið ár en efri tekju­mörk hafi hækkað til sam­ræm­is við launa­vísi­tölu, eins og lög geri ráð fyr­ir.

„Alþýðusam­bandið hef­ur ít­rekað vakið at­hygli á þessu ósam­ræmi í fram­kvæmd skatt­kerf­is­ins, sem leiðir kerf­is­bundið til auk­ins tekjuó­jafnaðar. Þannig nam hækk­un per­sónu­afslátt­ur 1,9%, hann fór úr 52.907 kr. í 53.895 kr. Á sama tíma hækkuðu tekju­mörk í efra skattþrepi um 7,1% og greiðist tekju­skatt­ur í efra skattþrepi nú af tekj­um yfir 893.713 krón­ur á mánuði í stað 834.707 kr. áður.

Þróun per­sónu­afslátt­ar hef­ur meiri áhrif á skatt­byrði eft­ir því sem tekj­ur eru lægri og mynd­ar í raun skatt­leys­is­mörk að óbreyttu skatt­hlut­falli, sem líta má á sem fyrsta þrep tekju­skatt­s­kerf­is­ins. Tekju­mörk í efra skattþrepi hafa hins veg­ar ein­ung­is áhrif á skatt­byrði tekju­hærri hópa. Þannig má segja að tekju­mörk­in í fyrsta þrepi (skatt­leys­is­mörk­in) hafi um ára­mót hækkað úr 143.224 krón­um á mánuði í kr. 145.899 eða um 1,9% á sama tíma og tekju­mörk­in í efra þrepi hækkuðu úr 834.707 kr. í 893.713 kr. eða um 7,1%,“ seg­ir ASÍ.

Þá kem­ur fram, að þetta mis­ræmi valdi því að ráðstöf­un­ar­tekj­ur há­tekju­fólks muni aukast mun meira en þeirra tekju­lægri.

„Þannig lækkaði sem dæmi staðgreidd­ur tekju­skatt­ur og út­svar hjá ein­stak­lingi með 350.000 krón­ur í mánaðarlaun um ára­mót­in úr 71.211 krón­um á mánuði í kr. 70.223 krón­ur og ráðstöf­un­ar­tekj­ur þessa ein­stak­lings juk­ust þannig um 988 krón­ur á mánuði eða 11.800 krón­ur á ári sem sam­svar­ar 0,3% aukn­ingu ráðstöf­un­ar­tekna. Ef litið er á hag þeirra sem eru með tekj­ur yfir efri tekju­mörk­un­um skatt­kerf­is­ins, þ.e. yfir 893.713 kr., lækk­ar staðgreidd­ur tekju­skatt­ur og út­svar hins veg­ar mun meira hjá þeim eða um 6.476 krón­ur á mánuði. Ráðstöf­un­ar­tekj­ur þeirra hækka því um ríf­lega 77.700 krón­ur á ári, sem sam­svar­ar t.a.m. 0,9% aukn­ingu ráðstöf­un­ar­tekna hjá ein­stak­lingi sem hef­ur 1.000.000 kr. mánaðarlaun,“ seg­ir ASÍ.

Auglýsing

Forritarar framtíðarinnar á Bíldudal

Bíldudalur. Mynd úr safni. Ljósmyndari Mats Wibe Lund.

Ákveðin hefur verið úthlutun fyrir árið 2017 úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar, en tilgangur hans er að efla tækni- og forritunarkennslu í grunn- og framhaldsskólum landsins. Sjóðnum bárust 32 umsóknir í þessari úthlutun, flestar frá grunnskólum. Einn skóli á vestfjörðum fær styrk, en það Bíldudalsskóli. Styrkir sjóðsins eru í formi tölvubúnaðar og fjárstyrks til þjálfunar kennara til að búa þá betur undir forritunarkennslu fyrir nemendur, samtals um sex og hálf milljón króna að virði.

„Það blandast engum hugur um mikilvægi tækni- og forritunarþekkingar í samfélagi nútímans. Við hjá sjóðnum erum afar stolt af því að geta stutt við skóla landsins í þessum efnum og þar með eflt þá í að leggja þann grunn sem þarf til að byggja á til framtíðar. Við finnum það að starfið skiptir skólana máli og fyrir auknum áhuga á forritunarkennslu í skólunum. Þjóðir sem best standa hvað tækni varðar búa við ákveðið forskot. Forritun eða innsýn í forritun er nokkuð sem nýtist ungmennum til framtíðar, ekki ósvipað og fólk býr að því að hafa fengið kennslu í erlendum tungumálum, landafræði og öðrum námsgreinum,“ segir Sigfríður Sigurðardóttir, formaður stjórnar Forritara framtíðarinnar.

Styrkirnir skiptast að þessu sinni á milli ellefu skóla, en þeir eru:

  • Kársnesskóli
  • Höfðaskóli
  • Varmahlíðarskóli
  • Grunnskóli Borgarfjarðar Eystri
  • Víkurskóli
  • Bíldudalsskóli
  • Vatnsendaskóli
  • Álfhólsskóli
  • Kópavogsskóli
  • Grunnskólinn í Hveragerði
  • Grunnskólinn í Þorlákshöfn
Auglýsing

Háspenna í lokin

Hamarsmenn áttu í erfiðleikum með Nemanja Knezevic.

Hamar og Vestri áttust við í 1. deild karla í körfubolta í Hveragerði á föstudagskvöld. Fyrir leikinn voru Vestramenn í þriðja sæti með tveimur fleiri stig en Hamar sem voru í fimmta sæti.

Í leikskýrslu sem birtist á karfan.is segir að það hafi verið jólasteikurbragur á leiknum, liðin hittu illa úr skotum sínum og töpuðu margsinnis boltum og leikurinn „gífurlega ljótur framan af.“

Hamarsmenn áttu í erfiðleikum með að dekkað stóran mann Vestra, Nemanja Knezevic, sem sást á því að þeir voru fljótlega lentir í bullandi villuvandræðum. Fyrsta leikhlutanum lauk 16-19, gestunum í vil. Lítið breyttist í öðrum leikhlutanum en það var áfram léleg skotnýting hjá báðum liðum og sem dæmi þá hittu hamarsmenn ekki úr þriggja stiga skoti í fyrri hálfleiknum, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Staðan í hálfleik var 32-36

Í seinni hálfleik fóru talsvert fleiri þristar að detta hjá báðum liðum þó að hvorugt lið gat skilið sig almennilega frá hinu. Þessi leikhluti var sá lang stærsti, en liðin skoruðu í honum nokkurn veginn jafn mikið og í öllum fyrri hálfleiknum. Þegar líða tók á fjórða leikhluta kviknaði á báðum liðum og þau fóru að skiptast á körfum og leikurinn varð skyndilega jafn og spennandi. Þegar stutt var eftir komust heimamenn þremur stigum yfir og staðan ekki góð fyrir gestina. Á lokasekúndunni gat Nemanja hins vegar tekið erfiðan þrist og jafnaði leikinn þannig að framlengja þurfti um 5 mínútur.

Í framlengingunni voru liðin áfram jöfn en óheppilegt klúður hjá Vestra á lokasekúndunni gerði Smára Hrafnsson kleift að koma heimamönnum einu stigi yfir. Nebojsa Knezevic fékk lokaskotið en það geigaði því miður og lokastaðan varð því 98-97, Hamri í vil.

Auglýsing

257 útköll

Á síðasta ári voru útköll björgunarþyrla og flugvéla Landhelgisgæslu Íslands alls 257, samkvæmt bráðabirgðatölum frá flugdeild Gæslunn­ar.

Árið 2016 voru þau 251 og hefur því útköllunum fjölgað enn eitt árið, að því er kemur fram í tilkynningu, en árið 2011 voru útköllin 155. Heildarfjöldi útkalla hjá flugdeild hefur því á þessu tímabili vaxið um 66 prósent, úr 155 í 257. Fjölgun forgangsútkalla (Alfa) var umtalsverð. Árið 2016 voru þau 87 en í fyrra voru þau rúmlega eitt hundrað.

Flugferðir Landhelg­isgæslunnar á árinu voru alls 628 og eru þá æfinga- og gæsluflug meðtalin, auk leitar og björgunarútkalla.

Alls var þyrlum og loftförum Landhelgisgæslunnar flogið í 1.551 tíma. Flugstundir á þyrlunum voru samtals 880 en 671 á flugvélinni TF-SIF. Tvær þyrluáhafnir voru til taks rétt rúm­ega helming ársins (56 prósent) en það er forsenda þess að hægt sé að sinna leitar- og björgunarútköllum lengra en tuttugu sjómílur á hafi úti.

Í tilkynningu kemur fram að oftast takist að manna tvær áhafnir þegar mikið liggur við.

Auglýsing

Nýjustu fréttir