Miðvikudagur 14. maí 2025
Heim Blogg Síða 2101

Tí­falda má raforkuör­yggið með jarðstrengj­um

Fram­kvæmda­stjóri og starf­andi formaður Land­vernd­ar af­hentu í dag Þór­dísi Kol­brúnu R. Gylfa­dótt­ur, ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, fyrsta ein­tak skýrsl­unn­ar. Mynd: mbl.is/​Hanna

Meira en tí­falda má raf­orku­ör­yggi á Vest­fjörðum með því að setja hluta Vest­ur­línu og fleiri lín­ur á sunn­an­verðum Vest­fjörðum í jörð. Hins veg­ar ger­ir virkj­un Hvalár ekk­ert til að bæta raf­orku­ör­yggið þar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu Landverndar sem fékk ráðgjaf­ar­fyr­ir­tæk­is á sviði raf­orku­mála til þess að leita leiða til þess að styrkja raf­orku­flutn­ings­kerfið á Vest­fjörðum og bæta raf­orku­ör­yggi. Fram­kvæmda­stjóri og starf­andi formaður Land­vernd­ar af­hentu í dag Þór­dísi Kol­brúnu R. Gylfa­dótt­ir, ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, fyrsta ein­tak skýrsl­unn­ar.

Lengi hefur verið rætt um þann vanda sem Vestfirðingar eiga við að etja þar sem er lakara raforkuöryggi en annarsstaðar á landinu. Stjórn Landverndar óskaði í október sl. eftir úttekt á möguleikum á að bæta úr ástandinu hjá kanadísku ráðgjafarfyrirtæki á sviði raforkuflutnings, METSCO Energy Solutions. Úttektin liggur nú fyrir og eru niðurstöður hennar að með því að leggja samtals fimm 66 og 132 kílóvolta línur í jörð má bæta raforkuöryggi Vestfirðinga meira en tífalt.

Vesturlína, sem svo er kölluð, samanstendur af Geiradalslínu 1, Mjólkárlínu 1 og Glerárskógarlínu 1 og liggur frá Hrútafirði til Mjólkárvirkjunar. Línan er rekin á 132 kílóvolta spennu. Um hana fer allur raforkuflutningur til Vestfjarða. Truflanir á línunni hafa verið þónokkrar á undanförnum árum. Minni línur liggja á firðina, það er 66 og 33 kílóvolta línur og iðulega hafa verið truflanir vegna þeirra líka. Tálknafjarðarlína og Breiðadalslína eru 66 kílovolta loftlínur og frá Breiðadal er 66 kílóvolta lína til Bolungarvíkur og Ísafjarðar og síðan 66 kílóvolta jarðstrengur milli Ísafjarðar og Bolungavíkur. Þrjár 33 kílóvolta loftlínur tengja síðan Mjólká við Breiðadal með tengingu til Hrafnseyrar og Þingeyrar. Sömuleiðis eru 33 kílovolta línur frá Geiradal til Hólmavíkur og frá Keldeyri til Bíldudals.

Í fréttatilkynningu Landverndar segir:

„Því hefur verið haldið fram í umræðu um 55 MW Hvalárvirkjun að hún muni bæta raforkuöryggi svæðisins. Á Ströndum liggur annað kerfi raforkudreifingar og er raforkuöryggi þar ekki talið vandamál. Ekki hefur verið vísað til þess í umræðu um virkjun Hvalár.

Skýrsla kanadíska ráðgjafarfyrirtækisins tekur af öll tvímæli um það að virkjun Hvalár og sú tenging hennar við flutningskerfi sem hefur verið í umræðunni, styrkir sem slík ekki raforkuöryggi Vestfirðinga. Auknu raforkuöryggi má hinsvegar koma á með því að leggja áðurnefndar loftlínur í jörð. Myndi raforkuöryggi Vestfirðinga aukast meira en tífalt eins og áður segir og fram kemur í skýrslunni að framkvæmdatími slíkra jarðstrengja sé almennt ekki meira en 1-2 ár og heildartími með leyfisveitingum 2-3 ár. Fjárfesting í jarðstrengjum skilar sér mun fyrr en þegar um loftlínur er að ræða, sem tekur oft 8-10 ár að leggja, með leyfisveitingaferli.“

Ljóst er kostnaður við lagningu strengja í jörðu á þessum skala hleypur á mörgum milljörðum króna og í skýrslunni er ekki lagt mat á hver muni bera þann kostnað.

Auglýsing

Bætur hækka að jafnaði um 4,7%

Fjárhæðir bótaflokka almannatrygginga hækkuðu að jafnaði um 4,7% 1. janúar síðastliðinn. Tryggingastofnun ríkisins hefur birt yfirlit um breytingar á ellilífeyri, örorkulífeyri og endurhæfingarlífeyri. Þar eru einnig upplýsingar um breytingar á reglugerðum og nýjar reglugerðir sem tóku gildi í byrjun ársins.

 

Ellilífeyrir:

Frítekjumark skattskyldra tekna verður eins og áður 25.000 kr. á mánuði. Við bætist sérstakt frítekjumark vegna atvinnutekna sem verður 100.000 kr. á mánuði. Það kemur til framkvæmda 1. febrúar 2018.

Heimilisuppbót verður að hámarki 60.516 kr. á mánuði.

Ellilífeyrir þeirra sem búa ekki einir verður að hámarki 239.484 kr. á mánuði.

Ellilífeyrir þeirra sem búa einir verður að hámarki 300.000 kr.

Hægt verður að fara á hálfan lífeyri frá TR á móti hálfum lífeyri frá lífeyrissjóðum, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

 

Örorkulífeyrir og endurhæfingarlífeyrir:

Viðmið vegna lágmarksframfærslutryggingar verður 300.000 kr. á mánuði hjá þeim sem búa einir.

Viðmið vegna lágmarksframfærslutryggingar verður 238.594 kr. á mánuði hjá þeim sem búa ekki einir.

Heimilisuppbót verður að hámarki 48.564 kr. á mánuði.

Auglýsing

Ísafjarðarbær styrkir útvarpssendingar

Búnaður til útvarpssendinga í Bolungarvíkurgöngum var tekinn í notkun um miðjan síðasta mánuð. Það var Samgöngufélagið undir forystu Jónasar Guðmundssonar, formanns félagsins, sem átti veg og vanda að undirbúningi og uppsetningu búnaðarins. Samgöngufélagið óskaði eftir styrk frá Ísafjarðarbæ og hefur bæjarráð samþykkt að styrkja verkefnið um 150 þúsund krónur. Í afgreiðslu bæjarráðs er bent á að að Vegagerðin ætti að tryggja útsendingar útvarps í öllum lengri veggöngum.

Auglýsing

Skatttekjur undir áætlun

Skatttekjur Ísafjarðarbæjar fyrstu 11 mánuði síðasta árs eru undir áætlun og launakostnaður er sömuleiðis undir áætlun. Þetta kemur fram í minnisblaði um skatttekjur og launakostnað sem var lagt fram á fundi bæjarráðs á mánudag. Útsvarstrekjur eru 65,6 milljónum króna undir áætlun og eru 1.691 milljónir króna fyrir tímabilið janúar til nóvember 2017. Jöfnunarsjóður er 8,3 milljónum króna yfir áætlun eða 676,5 milljónir króna. Launakostnaður 38,9 milljónum króna undir áætlun en kostnaðurinn nemur 2.053 milljónum króna fyrir tímabilið.

Auglýsing

Arðsemi í sjávarútvegi meiri en almennt gerist

Arðsemi sjávarútvegsfyrirtækja er ríflega tvöfalt meiri en í atvinnulífinu almennt. Frá þessu segir í Fréttablaðinu í dag. Arðsemi fyrirtækjanna í greininni hefur hins vegar dregist verulega saman allra síðustu ár.

Jónas Gestur Jónasson, yfirmaður sjávarútvegshóps Deloitte, segir í viðtali við Fréttablaðið að „vísbendingar séu um að veiðigjöld séu farin að íþyngja mörgum litlum og meðalstórum sjávarútvegsfyrirtækjum.

„Þau fyrirtæki sem hafa verið fjárhagslega veikari virðast hafa verið að heltast úr lestinni undanfarin þrjú til fjögur ár og þau verið keypt eða tekin yfir af stærri fyrirtækjum. Það hefur orðið töluverð samþjöppun í greininni. Þróunin er öll í þá áttina.“

Auglýsing

Engin lognmolla í kortunum

Útlit fyrir ágætisveður á öllu landinu í dag, fremur hægir vindar og smá skúrir eða él á víð og dreif, en suðaustankaldi austan til fram eftir morgni og sums staðar rigning. Í nótt og á morgun nálgast kröpp og dýpkandi lægð sunnan úr hafi og fer þá að hvessa af suðaustri. Annað kvöld er kominn suðaustanstormur með slagveðursrigningu sunnan- og vestanlands.

Enga lognmollu er að sjá í veðurkortum helgarinnar, enda fleiri öflug veðurkerfi á leiðinni með tilheyrandi hvassviðri og úrkomu. Því um að gera að flygjast vel með veðurspám, ekki síst ef leggja á land undir fót og muna að tryggja lausamuni úti í garði og á svölunum, svo þeir takist ekki á loft vindhviðum.

Auglýsing

Ekkert skólahald í Árneshreppi

Engir nemendur hafa verið í Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi frá áramótum og þar af leiðiandi ekkert skólahald. Fækkað hefur í hreppnum á síðustu árum og um áramótin fluttu síðustu íbúarnir á grunnskólaaldri á brott.
vEa Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps, segir á vef RÚV að mikilvægt er að geta opnað skólann á ný til að taka á móti nemendum sem koma aftur eða flytja í hreppinn enda sé ekki útséð með að af því verði. Þá bindur hún vonir við að hægt sé að nýta möguleika skólahússins til námskeiðshalds og fleira.

Auglýsing

Bergþóra skipuð dómari

Bergþóra Ingólfsdóttir.

Guðlaugur Þór Þórðarson, settur dómsmálaráðherra, hefur skipað Bergþóru Ingólfsdóttur í embætti eitt embætti dómara sem hefur starfsstöð við Héraðsdóm Vestfjarða en sinna störfum við alla héraðsdómstólana eftir ákvörðun dómstólaráðs og jafnframt vera dómstjóri við Héraðsdóm Vestfjarða. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytisins. Jafnframt voru skipaði sjö dómarar í önnur embætti við héraðsdómstólana.

Héraðsdómararanir átt voru taldi hæfastir samkvæmt mati dómnefndar sem fjallar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti á grundvelli dómstólalaga.

Að lokinni skipun í embættin ritaði settur dómsmálaráðherra bréf og kom á framfæri við dómsmálaráðherra athugasemdum um verklag og reglur um veitingu dómaraembætta. Dómsmálaráðherra hefur lýst opinberlega yfir vilja sínum til þess að endurskoða þær reglur og telur það nauðsynlegt. Var bréfið jafnframt sent allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.

Bergþóra er fædd í Reykjavík árið 1962. Hún lauk lögfræðiprófi frá HÍ árið 2003 og hlaut héraðsdómsréttindi árið 2004. Hún öðlaðist réttindi til að flytja mál fyrir Hæstarétti árið 2011. Hún starfaði hjá ASÍ frá 1982 til 1998 og hjá Mandat lögmannsstofu frá 2003.

Auglýsing

Kannar aðstæður utangarðsfólks

Umboðsmaður Alþingis hefur sent 15 fjölmennustu sveitarfélögunum utan Reykjavíkur samhljóða fyrirspurn þar sem hann óskar eftir svörum við því hvaða úrræði séu í boði fyrir utangarðsfólk sem er í áfengis-og vímuefnaneyslu til að fá úthlutað húsnæði. Umboðsmaður hefur frá árinu 2016 haft húsnæðisvanda utangarðsfólks í Reykjavík til athugunar í framhaldi af umfjöllun um kvartanir og ábendingar sem embættinu bárust.

Í fyrirspurn umboðasmanns kemur fram að hann hafi tekið málefni utangarðsfólks sem glími við áfengis/eða vímuefnavanda til athugunar að eigin frumkvæði og viljað kanna hvaða möguleika þeir eigi til að fá húsnæði með aðstoð Reykjavíkurborgar.  Hann segir að þessari athugun hefði átt að ljúka í lok síðasta árs en þá hafi komið fréttir um að velferðarráð myndi auka stuðning við utangarðsfólk.

Umboðsmaður segir að við athugun málsins hafi komið í ljós að hluti þeirra sem hafi verið húsnæðislausir í Reykjavík síðustu misseri eigi lögheimili eða hafi áður búið í öðrum sveitarfélögum en Reykjavík. Fjölmiðlar hafi einnig greint frá því að þeir hafi farið til borgarinnar vegna skorts á viðeigandi úrræðum í þeim sveitarfélögum sem þeir áttu lögheimili í eða höfðu dvalið.

Af þessum sökum hafi umboðsmaður ákveðið að óska eftir upplýsingum frá 15 fjölmennustu sveitarfélögunum fyrir utan Reykjavík. Í fyrirspurn sinni til  óskar umboðsmaður meðal annars eftir svörum við því hvaða almennu og sértæku úrræði séu í boði, hversu margir nýti sér þau og hversu margir séu á biðlista.  Ef engin sértæk úrræði séu í boði þá vill umboðsmaður vita hvernig sveitarfélagið bregðist við í slíkum tilvikum.

Auglýsing

Opinn stefnumótunarfundur um skemmtiferðaskip

MSC Priziosa við akkeri í Skutulsfirði.

Starfshópur um móttöku skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar boðar til opins stefnumótunarfundar. Markmið fundarins er að laða fram skoðanir þeirra sem hagsmuna hafa að gæta varðandi komur skemmtiferðaskipa til Ísafjarðarbæjar. Innlegg hagsmunaðila skiptir miklu máli og því mikilvægt að allir þeir sem vilja leggja hönd á plóg við mótun stefnu varðandi skipakomur mæti og komi skoðunum sínum á framfæri. Stefnan sem mótuð verður í þessari vinnu mun verða leiðarljós sveitarfélagsins í málefnum skemmtiferðaskipa á komandi árum.

Fundurinn verður haldinn á 4. hæð Stjórnsýsluhússins á Ísafirði milli klukkan 17 og 19 mánudaginn 15. janúar.

Dagskrá:

  1. Kynning á niðurstöðum íbúakönnunar sem gerð var haustið 2017 – Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, formaður starfshóps um móttöku skemmtiferðaskipa
  2. Skipulagsmál á Ísafjarðarhöfn – Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  3. Hópavinna og innlegg fundagesta.
Auglýsing

Nýjustu fréttir