Verður kosningaaldurinn lækkaður?

.

Gangi það eft­ir, að kosn­inga­réttur verði færður niður að 16 ára aldri, þá munu lík­lega um átta þús­und nýir kjós­endur bæt­ast við kjör­skrá fyrir sveit­ar­stjórna­kosn­ing­arnar í vor. Í Morg­un­blað­inu í dag er haft eftir Andr­ési Inga Jóns­syni, þing­manni Vinstri grænna, að hann sé nokkuð bjart­sýnn á að það tak­ist að ljúka þessu máli fyrir kosn­ing­arnar í vor­u.
Andrés Ingi er fyrsti flutn­ings­maður frum­varps­ins en að því standa 15 þing­menn úr öllum flokk­um.

Fram kemur í greinargerð frumvarpsins að fyrri mál þessa efnis hafa miðað að því að lækka kosningaaldur almennt úr 18 árum í 16 ár, sem krefst þess að gerðar séu breytingar á 33. gr. stjórnarskrárinnar. „Hér er hins vegar lagt til að stíga skrefið til hálfs með því að breyta kosninga- aldri í kosningum til sveitarstjórna sem krefst aðeins einfaldrar laga- breytingar,“ segir í greinargerð.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var fyrsti flutningsmaður samskonar frumvarps í haust.

DEILA