Föstudagur 2. maí 2025
Heim Blogg Síða 2095

Veiðigjöldin: „Þessi peningur er ekki til“

Oddi hf á Patresfirði er meðal þriggja vestfirskra fyrirtækja sem styrkja hjálparstarf í Úkraínu.

Áform ríkisstjórnarinnar að breyta veiðigjaldakerfinu eru nauðsyn að mati Skjaldar Pálmasonar, framkvæmdastjóra Odda hf. á Patreksfirði. Hann segir í viðtali í Morgunblaðinu í dag að fyrirtækjum blæði út um hver mánaðamót. Samkvæmt þeim hugmyndum sem bæði Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður atvinnuveganefndar, og Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra hafa viðrað er verið að skoða veiðgjöld á minni og meðalstórum útgerðum og einnig að færa gjöldin nær í tíma en í dag er verið að innheimta veiðigjöld miðað við afkomutölur útgerðarinn árið 2015.

Skjöldur blæs á þann málflutning sem hefur heyrst að útgerðin hefði átt að leggja til hliðar fyrir veiðigjöldunum árið 2015 þegar vel áraði í sjávarútvegi.
„Fyrir tveimur árum síðan sá ekki nokkur Íslendingur fyrir sér að krónan yrði eins sterk og hún er í dag. Menn mega ekki gleyma því að þessi styrking krónunnar hefur haft í för með sér um tutt- ugu til þrjátíu prósenta tekju- skerðingu hjá þeim fyrirtækjum sem flytja út fisk. Á sama tíma hefur innlendur kostnaður, svo sem laun og annað slíkt, hækkað um tuttugu prósent. Þær for- sendur sem voru til staðar árið 2015, þeim er alls ekki að heilsa í dag,“ segir Skjöldur.

Hann bendir á að þó að árið 2015 hafi verið sæmilegt rekstrarár hafi ekki verið mikill gróði hjá fyrirtækjunum. Fjárfestingarþörf fyrirtækja í bolfiskvinnslu var mikil á þessum tíma og er það enn í dag og Skjöldur segir að enn hafi menn ekki geta ráðið í nauðsynlega endurnýjun á tækjum, tólum og skipum.

Hann segir að fyrirtæki eins og Oddi standi ekki undir veiðigjöldunum í dag. „Eins og þetta er í dag þá fara um tólf til fjórtán prósent af aflaverðmætinu í veiðigjöld. Það er gríðarlega mikið þegar hagnaður þessara fyrirtækja fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir er nánast enginn. Þessi peningur er bara ekki til, því miður,“ segir Skjöldur.

Auglýsing
Auglýsing

Hafró skoðar mótvægisaðgerðir með fiskeldisfyrirtækjunum

Frá kvíum Hábrúnar.

Ragnar Jóhannsson, sviðsstjóri fiskeldis hjá Hafrannsóknastofnun, segir að stofnunin sé að skoða það með Landssambandi fiskeldisstöðva og Háafelli ehf. sem stendur utan samtakanna hvaða áhrif tilteknar mótvægisaðgerðir í sjókvíaeldi hafi. Rætt er við Ragnar í Morgunblaðinu í dag. Meðal þess sem er rætt er útsetning á stórum laxaseiðum. Rannsóknir hafa sýnt að stórseiði sem sleppa úr kvíum rati síður upp í ár en minni seiði. Þá virðist það draga mikið úr stroki úr laxeldiskvíum þegar öll seiðin eru yfir ákveð- inni stærð. Þá sé verið að skoða áhrif ljósastýringar til að auka vöxt fisks- ins án þess að flýta kynþroska.

Ragnar segir enn of snemmt að segja til um það hvort þær mótvægisaðgerðir sem rætt hefur verið um breyti forsendum áhættumats um bann við laxeldi í Ísafjarðardjúpi. „Við þurfum að vera öruggir með að erfðablöndun verði undir því 4% marki sem sett er. Ef hægt er að tryggja það við eldi í Ísafjarðardjúpi og annars staðar, þá er hægt að leyfa það,“ segir Ragnar í Morgunblaðinu.

Auglýsing
Auglýsing

Meinlítil austanátt

Í dag er útlit fyrir meinlitla austanátt um mestallt land og bjart veður, en dálítil él austanlands. Lægðasvæði er djúpt suður af landinu og þegar svo er myndast oft vindstrengur syðst á landinu og í Öræfum. Þessi vindstrengur verður allhvass að styrk í dag, en það bætir í vind á morgun og þá verður um að ræða hvassviðri eða storm á þessum slóðum. Það er lauslega einu gömlu vindstigi minna en þarna var í gær þegar loka þurfti þjóðvegi 1.
Á föstudag lægir vind um allt land og eftir hádegið er útlit fyrir að froststilla verði enn eina ferðina uppi á teningnum. Hún stendur þó ekki lengi að þessu sinni því veður gæti orðið órólegt um helgina. Líkur eru á snjókomu um mestallt land á laugardag, en horfur eru á sunnan stormi með slyddu eða rigningu á sunnudag.

 

Á Vestfjörðum hálka eða snjóþekja. Ófært er yfir Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðar.

Auglýsing
Auglýsing

Á von á einhug um breytingar á veiðigjöldum

Kristján Þór Júlíusson.

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir of snemmt að segja til um það hver áhrif breytinga á veiðigjöldum verða þar sem frumvarpið liggi ekki fyrir. Innan ríkisstjórnarflokkanna er rætt um að breyta veiðigjaldakerfinu og tengja þau frekar afkomu útgerða. Líkur eru á að veiðigjöld smærri og meðalstórra útgerða lækki við þetta.
Sjávarútvegsráðherra sagði Speglinum í gær að einhug um þær áherslur um veiðigjöldin sem nefndar séu í stjórnarsáttmálanum. „Eðlilega þegar við förum að færast nær því með hvaða hætti við ætlum að útfæra þetta þá kunna að koma upp skiptar skoðanir og það er ekkert óeðlilegt með það. Ég hef enga trú á öðru en að við munum lenda þessu með farsælum hætti,“ sagði Kristján Þór.

Ætlunin er að láta veiðigjöldin standa, annars vegar, undir föstum kostnaði ríkisins af fiskveiðistjórnunarkerfinu og að ætla ríkinu einhvern hlut í þeirri arðseminni sem af greininni verður. „Við megum ekki gleyma því í umræðunni um gjaldtöku af sjávarútveginum, við Íslendingar, að við erum ein örfárra þjóða í veröldinni sem höfum þá stöðu að láta þessa grein greiða til ríkiskassans í stað þess að hún sé niðurgreidd eins og víðast hvar annars staðar,“ sagði Kristján Þór.

Að mati ráðherra þarf gjaldtakan að vera miklu nær í tíma en nú er. „Nú er verið að leggja gjöld á tekjur útgerðar fyrir 20 mánuðum rúmum sem er algjörlega óásættanlegt þegar tekið er tillit til sveiflna í afurðaverði og breytum sem útgerðin er verulega háð.“

Auglýsing
Auglýsing

Meiri vöxtur í fasteignaviðskiptum á landsbyggðinni

Velta fasteignaviðskipta var að tiltölu þrefalt meiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu árið 2017. Þjóðskrá hefur gefið út yfirlit yfir fasteignamarkaðinn árið 2017. Þar kemur fram að heildarviðskipti með fasteignir á landinu hafi numið tæplega 504 milljörðum króna árið 2017. Árið 2016 nam veltan 462 milljörðum og jókst um rúmlega níu prósent. Þetta er talsvert minni hækkun en milli áranna 2015 og 2016 þegar veltan jókst um tæp 25 prósent.

Á höfuðborgarsvæðinu var veltan 370 milljarðar króna í fyrra, samanborið við 350 milljarða árið 2016 og jókst um sex prósent. Árið 2016 jókst veltan um rúmlega 23 prósent frá árinu á undan.

Utan höfuðborgarsvæðisins námu viðskipti með fasteignir 134 milljörðum króna, samkvæmt tölum Þjóðskrár, samanborið við 112 milljarða árið 2016. Aukningin nam því tæplega 20 prósentum milli ára. Þá fjölgaði þinglýstum kaupsamningum á landsbyggðinni árið 2017 á meðan þeim fækkaði á höfuðborgarsvæðinu.

Auglýsing
Auglýsing

Verðhækkanir um áramót

Ýmsar verðhækkanir tóku gildi um áramótin. Til að mynda hækkaði eldsneyti í verði sem og áfengi og tóbak. Þá hækkuðu gjaldskrár fyrir margs konar þjónustu hjá flestum ef ekki öllum sveitarfélögum.

Áramót eru gjarnan tími breytinga hjá fólki, en þau eru ekki síður tími verðbreytinga. Eldsneytisgjald hækkar um 2% sem þýðir að verð á bensín- og dísellítranum hækkar um liðlega fimm krónur. Eldsneytisgjaldið er krónutölugjald og það er áfengisgjaldið líka og þar verður einnig um 2% hækkun sem og gjald á tóbak. Þetta á einnig við um útvarpsgjald og gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra.

Kolefnisgjald, sem leggst á eldsneyti, hækkar um 50% og  á að hvetja til orkuskipta í samgöngum. Liður í því er einnig að niðurfelling virðisaukaskatts á rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbíla er framlengd. Hún átti að renna út um áramótin en verður í gildi þar til bílum í hverjum þessara flokka hefur fjölgað í tíu þúsund, en þó ekki lengur en til ársins 2020.

Auglýsing
Auglýsing

Útilokar ekki hærri veiðigjöld á stærri útgerðir

Löndun á Ísafirði.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í Morgunútvarpi Rásar tvö spurð út í frétt í Morgunblaðinu í dag um að veiðigjöld á litlar og meðalstórar útgerðir yrðu lækkuð. Bæði Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður atvinnuveganefndar, og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, staðfesta þetta í samtali við Morgunblaðið. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að afkomutengja veiðigjöldin.

Katrín segir ekki búið að taka ákvörðun um lækkun veiðigjalda heldur sé verið að horfa til næsta fiskveiðiárs 2018 til 2019.

„Og það er í raun og veru í takt við okkar stefnu að hafa þetta afkomutengt, það er að segja miðað við arðsemina, í raun og veru veiðigjöldin. Og það liggur fyrir að við höfum talið að þetta sé þessi aðferðafræði sem hefur verið notið, nú er komin ákveðin reynsla á hana. Hún bitnar auðvitað talsvert harðar kannski á minnstu fyrirtækjunum sem eiga erfiðara með að bregðast við meðaltalssveiflunni í raun og veru því afkoman miðast við meðaltalið. Það sem er framundan í því er að endurskoða lögin fyrir nýtt fiskveiðiár 2018 og 19. Þannig að sú vinna fer fram á vormánuðum og markmið hennar er að afkomutengja gjöldin í ríkara mæli. Og það mun væntanlega verða til lækkunar á minni fyrirtækin. Ég útiloka ekki að það geti orðið til hækkunar á stærri fyrirtækin. Þannig að það er það sem er framundan.“

Auglýsing
Auglýsing

Líkamsárás á Ísafirði

Áramótagleðin fór að mestu vel fram í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni voru áramtótin tíðindalítil hvað lögregluna varðar ef undan er skilin líkamsárás á Ísafirði á nýársnótt. Sá er fyrir líkamsárásinni varð hlaut ekki alvarlega áverka.

 

Auglýsing
Auglýsing

Hlýtt ár að baki

Árið 2017 er í 10-12 sæti á því sem Trausti Jónsson veðurfræðingur kallar Stykkishólmshitalínuritið. Veðurmælingar á Íslandi hófust í Stykkishólmi og nær línuritið aftur til ársins 1798 og fram til 2017, að vísu með töluverðri óvissu fyrstu 30 árin.

Árið 2016 var það hlýjasta á öllu tímabilinu, en það nýliðna, 2017 ívið neðar og endaði í 4,93 stigum, 10. til 12. hlýjasta sæti tímabilsins alls. Trausti skrifar á vefsíðu sína að væri árshitinn algjörlega tilviljanakenndur mætti búast við svo hlýju ári á aðeins um 20 ára fresti. „En við upplifum nú hlýtt tímabil, flest ár eru hlý miðað við það sem áður var og er einfaldast að kenna það almennum hlýindum á heimsvísu vegna aukningar gróðurhúsaáhrifa – þó eitthvað fleira kunni að koma við sögu hér á landi – svosem eins og hagstæðar vindáttir hin síðari ár.“

Trausti telur líklegast að hlýindin malli hægt og bítandi áfram upp á við með sveiflum frá ári til árs en mögulegt að eitthvað kólni um sinn verði vindáttir úr vestri eða norðri algengari en verið hefur á undanförnum árum. Sömuleiðis er ekki ólíklegt að hafís sýni sig að minnsta kosti á einu skeiði til viðbótar með viðeigandi kulda þrátt fyrir norðurslóðahlýnun og almenna rýrnun hafísbreiðunnar.

Svo er líka mögulegt að gróðurhúsahlýnunin hafi ekki öll skilað sér hér á landi og að þrep upp á við (0,5 til 1,0 stig) leggist óvænt yfir á næstu árum eða áratugum

Auglýsing
Auglýsing

Vantar 10 milljónir til að fjármagna nýtt nám

Háskólasetrið er til húsa í Vestra.

Þótt auglýst hafi verið eftir nemendum er enn óljóst hvort ný námsleið í sjávarbyggðafræðum fari af stað við Háskólasetur Vestfjarða. Tíu milljónir vantar til að fjármagna námsleiðina. Frá þessu er greint á vef RÚV og haft Peter Weiss, forstöðumanni Háskólaseturs Vestfjarða, að ákveðið hafi verið að auglýsa eftir nemendum erlendis til að lenda ekki í þeirri stöðu að fá ekki nemendur eftir að fjármagn yrði tryggt og námið auglýst með fyrirvara um fjármögnun. „Við erum í mikilli óvissu en við erum samt nokkuð brattir að þetta gangi upp og verði,“ segir Peter.

Námsleiðin var meðal tillagna svokallaðrar Vestfjarðanefndar sem voru þó ekki fjármagnaðar. Námið verður þverfaglegt og á meistarastigi líkt og Haf- og strandsvæðastjórnun sem er kennd við Háskólasetrið nú. Nýja námsleiðin hefur hlotið fullgildingu frá Háskólanum á Akureyri og hafa 70 prósent hennar verið fjármögnuð til næstu þriggja ára en enn vantar 10 milljónir.

Peter segir námsleiðina vinna með vestfirska sérstöðu, á Vestfjörðum er þriðjungur strandlengjunnar og mikil reynsla af byggðamálum. „Útkoman var að láta námsleiðina frekar heita sjávarbyggðafræði heldur en almenn byggðafræði til að tengja við það hér erum við að fást við strand- og hafsvæði.“

Námsleið í sjávarbyggðafræðum er ein af tillögum starfshóps forsætisráðherra um aðgerðaráætlun sem unnin var árið 2016. Námsleiðin er mikilvægur hluti af byggðastefnu landsins í akademískum skilningi enda kominn tími til að byggðamál verði viðfangsefni á háskólastigi eins og er tilfellið í flestum löndunum í kringum okkur. Fleiri lokaritgerðir um byggðaþróun mun stuðla að upplýstri umræðu um þessi mál. Þar að auki er námsleið í sjávarbyggðafræðum bein byggðaaðgerð fyrir Ísafjörð, enda er reiknað með að 20 nýir námsmenn bætist við árlega.

Stjórn Háskólasetursins tilnefndi undirbúningsnefnd sem þrír háskólakennarar áttu sæti í ásamt forstöðumanni Háskólasetursins.  Þessir þrír voru Þóroddur Bjarnason, prófessor við HA, Guðmundur Hálfdánarson, prófessor við HÍ og Kristinn Hermannsson, dósent við Háskólann í Glasgow. Undirbúningsnefndin lauk vinnu sumarið 2016 og við tók undirbúningur fyrir fullgildingu hjá Háskólanum á Akureyri. Fullgildingarferlinu lauk um áramótin 2016/2017.

Auglýsing
Auglýsing

Nýjustu fréttir