Meinlítil austanátt

Í dag er útlit fyrir meinlitla austanátt um mestallt land og bjart veður, en dálítil él austanlands. Lægðasvæði er djúpt suður af landinu og þegar svo er myndast oft vindstrengur syðst á landinu og í Öræfum. Þessi vindstrengur verður allhvass að styrk í dag, en það bætir í vind á morgun og þá verður um að ræða hvassviðri eða storm á þessum slóðum. Það er lauslega einu gömlu vindstigi minna en þarna var í gær þegar loka þurfti þjóðvegi 1.
Á föstudag lægir vind um allt land og eftir hádegið er útlit fyrir að froststilla verði enn eina ferðina uppi á teningnum. Hún stendur þó ekki lengi að þessu sinni því veður gæti orðið órólegt um helgina. Líkur eru á snjókomu um mestallt land á laugardag, en horfur eru á sunnan stormi með slyddu eða rigningu á sunnudag.

 

Á Vestfjörðum hálka eða snjóþekja. Ófært er yfir Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðar.

DEILA