Hrafna Flóki: tveir fengu heiðursmerki ÍSÍ

Á myndinni má sjá Andra og Björgu við afhendinguna. Mynd: ÍSÍ.

Laugardaginn 9. mars fór fram Héraðsþing Héraðssambandsins Hrafna-Flóka (HHF) í Vestur Barðarstrandarsýslu. Við það tilefni voru tvö heiðursmerki ÍSÍ afhent en það var Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, sem ávarpaði þingið fyrir hönd ÍSÍ og afhenti heiðursmerkin fyrir hönd framkvæmdastjórnar ÍSÍ.

Margrét Brynjólfsdóttir var sæmd Gullmerki ÍSÍ en hún hefur starfað í stjórn Íþróttafélagsins Harðar í 16 ár og haldið starfinu gangandi með miklum sóma.

Björg Sæmundsdóttir var sæmd Silfurmerki ÍSÍ en hún hefur setið í stjórn HHF og starfað til margra ára fyrir Íþróttafélagið Hörð og fyrir Golfklúbb Patreksfjarðar. Hún er starfandi formaður GP í dag og hefur setið í stjórn síðan 2007.

DEILA