Heimilt að hefja grásleppuveiðar 1. mars

Grásleppu landað í Bolungavík. Mynd: Sigurgeir S. Þórarinsson.

Katrín Jakobsdóttir forsætis- og matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð um hrognkelsaveiðar árið 2024.  

Samkvæmt reglugerðinni verður heimilt að hefja grásleppuveiðar 1. mars.  Veiðileyfi verður gefið út til 25 samfelldra daga.

Á tímabilinu 1. mars til 20. mars gilda nokkrar reglur umfram það sem áður hafa sést í reglugerð um hrognkelsaveiðar þar sem hver löndun telst sem einn dagur, ekki má hafa net í sjó nema tvo daga og skulu þau ekki lögð nema útlit sé fyrir því að hægt sé að draga þau innan tveggja daga. Þá er óheimilt að hafa fleiri net í sjó en sem hægt er að draga upp í einni veiðiferð

DEILA