Styrkir til varna gegn landbroti

Ágúst Sigurðsson er forstöðumaður Lands og skóga

Land og skógur, stofnun sem varð til um áramótin með sameiningu Skógræktarinnar og Landgræðslunnar, hefur það hlutverk samkvæmt lögum um varnir gegn landbroti að draga úr eða koma í veg fyrir landbrot og annað tjón á landi, landkostum eða mannvirkjum með vörnum gegn landbroti af völdum fallvatna.

Aðgerðir til að hefta landbrot af völdum vatnsfalla geta verið fólgnar í:

  • bakkavörnum.
  • gerð varnargarða.
  • öðrum aðgerðum sem fela í sér lagfæringu á rennsli áa eða árfarvegum.

Með bakkavörnum er átt við að grjót- eða malarfylling er sett við árbakkann til þess að stöðva landbrot. Bakkavarnir hafa oft á tíðum minni áhrif á rennsli áa og eru minna áberandi í umhverfinu en varnargarðar. Varnargarðar geta á hinn bóginn verið nauðsynlegir þar sem ár bera undir sig framburð og flæmast út fyrir farvegi sína.

Við forgangsröðun umsókna er meðal annars höfð hliðsjón af verðmæti þess lands eða mannvirkja sem landbrotið ógnar. Hámarksfjárhæð styrks er fjórar milljónir króna.

DEILA