Axel Arnfjörð

Axel Þórarinn Arnfjörð Kristjánsson var fæddur i Bolungarvik 1910. Snemma kom í ljós næm tónvísi hans, sem Jónas Tómasson á Ísafirði og Anna, kona hans beindu með kennslu sinni inn á réttar brautir. Þannig varð Axel kornungur fær um að taka að sér organleik og kórstjórn við Hólskirkju í Bolungarvíkur.

Eftir stutta námsdvöl i Reykjavík heldur hann 1930 til Kaupmannahafnar og innritast við konservatóríuna þar. Jafnhliða stundar hann þar einnig orgelnám. Burtfararprófi lýkur hann i báðum greinum árið 1935.

Hann var eftir það búsettur í Kaupmannahöfn og fékkst við tónlistarkennslu . Á styrjaldarárunum í febrúar 1943 stofnaði hann Íslendingakórinn í Kaupmannahöfn og stjórnaði honum.

Axel lést árið 1982.

DEILA