Vesturbyggð: yngst til að kjósa

Sólrún Elsa Steinarsdóttir varð 16 ára í gær og kaus í dag í sameiningarkosningum Vesturbyggðar og Tálknafjarðar og er þar með yngsti Íslendingurinn til að nýta kosningarétt sinn í bindandi kosningum.

Sólrún Elsa býr á Patreksfirði, en er í skóla í Reykjavík. Hún kom heim til að fagna afmælinu sínu og til að kjósa. Það er alltaf ákveðinn áfangi að verða 16 ára, en þessum afmælisdegi fylgdi réttur til að taka þátt í lýðræðislegum kosningum um sameiningu sveitarfélaganna Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps.
Sólrún sagði vera svolítið skrítið að vera ný orðin 16 ára og fá að kjósa, svolítið eins og vera allt í einu orðin fullorðin.
Við óskum Sólrúnu Elsu til hamingju með daginn sagði Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð..

DEILA