Vestri knattspyrna – Heiðar Birnir Thorleifsson ráðinn yfirþjálfari yngri flokka

Yngri flokkar knattspyrnudeildar Vestra hafa ráðið Heiðar Birnir Thorleifsson til starfa.

Heiðar Birnir tekur við starfi yfirþjálfara yngri flokka frá 1.október.

Heiðar þarf vart að kynna en hann þekkir félagið vel, allt frá grasrót og upp í meistaraflokk.

Um leið og Heiðar er boðinn velkominn til starfa er Eyþóri Bjarnasyni þakkað fyrir sín störf og honum óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Æfingar hefjast aftur í vikunni eftir stutt hlé og nýjar æfingatöflur koma von bráðar.

DEILA