SYNDUM 2023 – Átak gegn hreyfingarleysi meðal almennings.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 30. nóvember 2023.

Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna. Sund er fyrir alla óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi.

Sund er tilvalin þjálfunaraðferð þar sem sund styrkir hjarta- og æðakerfið, lungu og vöðva líkamans. Sund er frábær hreyfing, bæði til þess að hlúa að heilsunni og sem skemmtileg tómstundaiðja.

Þetta átak er sprottið út frá Íþróttaviku Evrópu sem tókst með ágætum í ár. Markmið Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings.

Átakið var fyrst haldið 2021 og þá syntu landsmenn samtals 11,6 hringi í kringum landið. Í fyrra voru syntir 10.2 hringir en markmiðið í ár er að fá enn fleiri til að vera með og uppgötva hvað sund er frábær alhliða hreyfing.

Skráning fer fram á heimasíðu syndum.is þar sem hægt er að nálgast frekari upplýsingar um átakið. 

DEILA