PIFF: Íranskt fjölskyldudrama um transmann

Fjölmargir bíógestir hafa lagt leið sína á sýningar alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar Pigeon International Film Festival sem nú stendur yfir í fjórðungnum. Þar er að finna myndir af öllum stærðum og gerðum og frá mismunandi heimshornum. Á hlaðborði þriðja dagsins má finna áhrifamikið fjölskyldudrama um íranskan transmann sem þarf að takast á við drauga fortíðar: Son of man – eða Sonur manns – verður í Ísafjarðarbíó kl. 20 í kvöld. Hér er um að ræða hjartnæma mynd sem fjallar um dyggan föður sem stendur frammi fyrir því að afhjúpa persónulegt leyndarmál fyrir táningsdóttur sinni. Þetta reynir á tengsl þeirra og sendir þau í ferðalag sjálfsuppgötvunar og skilnings. Mynd sem ætti ekki að láta neinn ósnortinn, um margbreytileika sjálfsmyndar og fjölskyldu í breyttum heimi.

Mexíkóska myndin Until the end of Time – Fram í lok tímans – verður sýnd samtímis bæði í Ísfjarðarbíói og Skjaldborgarbíói, sem sagt kl. 20. Hún fjallar um miðaldra mann í tilvistarkreppu og fjárhagskröggum. Hann fæst við endurreisn lífs sína samhliða möguleika á nýju ástarævintýri og yfirvofandi kjarnorkuvhættu. Myndin veitir ferska sýn á algenga erfiðleika hversagsmannsins með óvenjulegum snúningi á endasprettinum.

Stuttmyndir, teiknimyndir og heimildamyndir verða einnig á dagskránni á öllum sýningarstöðum hátíðarinnar og má nálgast allar upplýsingar á heimasíðunni piff.is.

DEILA