Æfingarsund

Þorsteinn og Siggi Björns við sundið.

Það bar til í gær – 4. maí 2024 – við Samkomuhúsið á Flateyri að Verkalýðs-hljómsveitin ÆFING var heiðruð með því að götu var gefið nafn hljómsveitarinnar ÆFING.

Gatan fékk nafnið -ÆFINGARSUND. Þessa slóð var gengið að kveldi þess 27. desember 1968 er -ÆFING- kom fram fyrsta sinni í lok fundar í Verkalýðsfélaginu Skildi. Þetta áður nafnlausa -Sund- á merka sögu í mannlífi- og menningu Flateyrar til áratuga; til bíóferða – ballferða – og leið margra í sjoppuna við Ránargötu sem alltaf var opin til kl. 23:30.

Helsti sérfræðingur sögu þessa svæðis er Þorsteinn Jóhannsson smiður á Flateyri og setti hann upp skiltið – ÆFINGARSUND – í gær 4. maí 2024 – á afmælisdegi Árna Benediktssonar – hljómsveitarstjóra ÆFINGAR. Siggi Björns meðlimur – ÆFINGAR – tók við þessari heiðursgjörð fyrir hönd ÆFINGAR-meðlima fyrr og nú. Með þessu er -ÆFING- komin í hóp með hljómsveitinni Geislum á Akureyri, en þar er -Geislagata- nefnd þeim til heiðurs. Þetta er mjög merkilegt fyrir Ingólf R. Björnsson en hann var á sínum tíma í Geislum og svo í ÆFINGU.

ÆFINGAR-meðlimir – Önfirðingar og aðdáendur allir í veröld víðri – til hamingju með þessa verðskulduðu upphefð ÆFINGAR.

Flateyri. Sundið við samkomuhúsið.

Þorsteinn Jóhannsson.

Skiltið fest upp.

Æfungarsund á Flateyri.

Myndir: aðsendar.

DEILA