Náttúrulögmálin á Vestfjörðum

Skáldsagan Náttúrulögmálin, eftir Eirík Örn Norðdahl kom í búðir í gær. Af því tilefni verður haldið útgáfuhóf næstkomandi laugardag kl. 16 á Byggðasafni Vestfjarða. Í kjölfarið ætlar Eiríkur í upplestrarferð um allt land og kemur meðal annars við í fjölda sveitarfélaga á Vestfjörðum. Bókin gerist á Ísafirði árið 1925 og segir af fjölmennri prestastefnu og biskupi – þeim yngsta, fallegasta og óviljugasta sem Íslendingar hafa átt – sem hefur verið sendur af stað í stríð við andatrú og annað kukl í landinu. Ætlar hann meðal annars að ögra gamalli þjóðsögu um að ef nokkurn tíma komi „sjö prestar og einn eineygður“ fyrir dyr Ísafjarðarkirkju hrynji Gleiðarhjalli yfir bæinn. Það endar, eðli málsins samkvæmt, með ósköpum. 

Eiríkur verður á eftirtöldum stöðum á Vestfjörðum til að kynna bók sína og lesa upp:

Ísafjörður – á Byggðasafni Vestfjarða, laugardaginn 21. október kl. 16. 
Flateyri – á Vagninum mánudaginn 23. október kl. 17. 
Suðureyri – á Fisherman þriðjudaginn 24. október kl. 20. 
Haukadal – í Kómedíuleikhúsinu miðvikudaginn 25. október kl. 20. 
Bolungarvík – í Verbúðinni fimmtudaginn 26. október kl. 21. 
Bíldudalur – í Muggsstofu föstudaginn 27. október kl. 16.30. 
Patreksfjörður – á Prentverkstæðinu föstudaginn 27. október kl. 20
Hólmavík – á Kaffi Galdri laugardaginn 28. október kl. 14

Nánari upplýsingar um bókina má nálgast á heimasíðu útgefanda: https://www.forlagid.is/vara/natturulogmalin/

DEILA