Maskína: Samfylkingin stærst á vestanverðu landinu

Teitur Björn Einarsson alþm í Norðvesturkjördæmi.

Í nýrri könnun Maskínu um fylgi stjórnmálaflokka er Samfylkingin með mest fylgi á Vesturlandi og Vestfjörðum og mælist með 27%.

Maskína greinir svörin eftir búsetu en skiptir landinu á annan hátt en kjördæmaskipan segir til um. Norðvesturkjördæmi nær yfir Vesturland, Vesturland og Norðurland vestra, þ.e. Húnavatnssýslur og Skagafjörð. Gefin er skipting fylgisins á Vesturlandi og Vestfjörðum sameiginlega en Norðurlandi vestra sleppt og er það fært undir Norðurland í heild sinni. Því er ekki hægt að bera saman að öllu leyti úrslit Alþingiskosninga og könnunina.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist næststærstur með 17,4%, þá Framsóknarflokkur 14% og Miðflokkur 12,5%.

Aðrir flokkar fá minna en 10% fylgi, Píratar 8,1%, Vinstri grænir 6,5%, Viðreisn 5,5%, Flokkur fólksins 5,4% og Sósíalistaflokkurinn 2,6%.

Hástökkvari könnunarinnar á þessu landssvæði er Samfylkingin sem fékk aðeins 6,9% í síðustu Alþingiskosningum. Einnig er fylgisaukning Miðflokksins veruleg en flokkurinn fer úr 7,4% upp í 12,5%.

Framsóknarflokkurinn tapar helmingi fylgis síns og Sjálfstæðisflokkurinn tapar einnig verulega eða um 5%. Þriðju stjórnarflokkurinn Vinstri grænir tapar einnig um 5% fylgi.

Athuga ber þó að tölurnar eru ekki að öllu leyti samanburðarhæfar vegna mælingar á mismunandi svæðum.

Miðað við könnun Maskínu, sé hún lögð til grundvallar á skiptingu þingsæta í Norðvesturkjördæmi fengi Samfylkingin 3 kjördæmaþingsæti, Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Framsókn eitt þingsæti hver.

Í næstu Alþingiskosningum fækkar kjördæmaþingsætum í Norðvesturkjördæmi úr 7 niður í 6. Ekki er hægt að ráða í það hver fengi jöfnunarsætið, sem verður 7. þingsætið í kjördæminu en 2. maður á lista Sjálfstæðisflokksins er næstur því að ná kjördæmakosningu.

Fylgi flokkanna skv. könnuninni á landsvísu.

Könnunin fór fram dagana 12. til 18. október annars vegar og 20. til 24. október 2023 hins vegar og voru 1.935 svarendur sem tóku afstöðu til flokks.

DEILA