Andri Rúnar genginn í Vestra

Framherjinn Andri Rúnar Bjarnason mun spila með Vestra í Bestu deild karla í knattspyrnu á næstu leiktíð. Þessu greindi félagið frá í kvöld.

Hinn 32 ára gamli Andri Rúnar er uppalinn í Bolungarvík og hóf ferilinn með BÍ/Bolungarvík þar sem hann fór með liðinu alla leið upp í næst efstu deild. Þaðan lá leiðin til Víkings og svo til Grindavíkur þar sem hann sprakk út.

Árið 2018 samdi hann við Helsingborg í Svíþjóð áður en hann fór til Kaiserslautern í Þýskalandi og svo Esbjerg í Danmörku. Hann gekk í raðir ÍBV á síðasta ári og samdi svo við Val fyrir nýafstaðið tímabil.

Andri Rúnar hefur spilað fimm A-landsleiki á ferli sínum og skorað í þeim 1 mark. Hann á að baki 336 KSÍ-leiki og hefur skorað í þeim 140 mörk. Þar af eru 86 leikir og 35 mörk í efstu deild.

DEILA