Vestri: sigur á Fjölni 1:0

Silas Songani skoraði mark Vestra á 29. mínutu.

Lið Vestra vann frækinn sigur á Fjölni Grafarvogi í gær í fyrri leik liðanna í umspili Lengjudeildarinnar. Vestri hafði undirtökin í leiknum og Silas Songani skoraði í fyrrihálfleik gott mark eftir velútfærða sókn upp vinstri kantinn. Færin voru fleiri Vestramegin og voru þeir nær því að skora fleiri mörk en að Grafarvogspiltar jöfnuðu leikinn.

Seinni leikurinn verður um helgina í Grafarvoginum og stendur Vestri heldur betur að vígi eftir sigurinn í gær. Það lið sem hefur betur samanlagt úr leikjunum tveimur kemst í úrslitaleik um sæti í Bestu deildinni og mætir þar annaðhvort Aftureldingu eða Leikni Breiðholti. Þau lið léku einnig í gær og vann Afturelding og fer með forskot í seinni leikinn.

Mjög vel var mætt á Olísvöllinn og voru 400 – 500 manns í stúkunni og hvöttu Vetsra vel og dyggilega í síðasta heimaleik tímabilsins.

Stúkan var þétt setin á leiknum í gær.

Á annað hundrað hamborgarar voru seldir á leiknum.

DEILA