Listasafn Ísafjarðar: sýningarlokun -Guðbjörg Lind Jónsdóttir

Listasafn Ísafjarðar býður gesti velkomna á lokun sýningar Guðbjargar Lindar Jónsdóttur.
Listamaðurinn verður á staðnum og býður upp á köku með kaffinu á fimmtudaginn 10. ágúst kl.16.00 í
sal Listasafns Ísafjarðar á annarri hæð í Safnahúsinu Eyrartúni.
Á sýningunni Uppáhelling fyrir sæfarendur eru gestir leiddir í ferðalag á vit veraldar þar sem skynja má
hið upphafna í einfaldleikanum sjálfum. Sýningin stendur til laugardags 12. ágúst.

Aðgangur ókeypis.

Guðbjörg Lind Jónsdóttir er fædd á Ísafirði 1961. Hún útskrifaðist frá Málaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1985. Þremur árum síðar útskrifaðist hún með kennsluréttindi frá sama skóla.
Guðbjörg á að baki margar einkasýningar auk þess að hafa tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Guðbjörg býr og starfar að list sinni í Reykjavík og á Þingeyri. Verk hennar eru í eigu Listasafns Íslands, Listasafns Reykjavíkur, Listasafns Ísafjarðar, Listasafns Háskóla Íslands auk margra opinberra stofnana og einkasafna.

DEILA