Frá sjálfstæðisbaráttu til búsáhaldabyltingar

Nú nýlega kom út bókin Frá sjálfstæðisbaráttu til búsáhaldabyltingar sem er yfirlitsrit um sögu Íslands frá því að Baldvin Einarsson og samherjar hans hófu baráttu fyrir endurreisn Alþingis og þar til ríkisstjórn Geirs H. Haarde féll í kjölfar bankahrunsins haustið 2008.

Í bókinni er megináherslan á stjórnmála- og hagsögu en þar eru einnig kaflar um verkalýðshreyfinguna og baráttu kvenna fyrir jafnrétti.

Bókin er samin sem kennslubók í Íslandssögu 19. og 20. aldar en hún hentar ekki síður almennum lesendum sem vilja annaðhvort rifja upp nýlega liðna atburði eða kynna sér eldri tíma í stuttum og aðgengilegum texta. Bókin er ríkulega myndskreytt.
Höfundurinn, Guðmundur J. Guðmundsson sagnfræðingur, rithöfundur og þýðandi, býr að langri reynslu í sögukennslu fyrir framhaldsskóla.

DEILA