Torfnes: nýr samningur við Vestra um knattspyrnuvelli

Vestri skorar í leik á Torfnesi.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt nýjan samning við knattspyrnudeild Vestra, meistaraflokk um umsjá knattspyrnuvalla og 1. hæð í vallarhúsi á Torfnesi. Er hann ótímabundinn en með þriggja mánaða uppsagnarfresti. Nýi samningurinn er eins og sá fyrri nema að fjárframlagið hefur aukist sem nemur 0,25 stöðugildi og miðast við 1,25 stg. Samningstíminn er 17. apríl – 17. október. Greiðsla Ísafjarðarbæjar er kr. 4.133.324 á samningstímanum og hækkar um 1.071.308 kr.

Þessu er mætt með tilfærslu á liðum á deild Íþróttasvæða og með lækkun á stöðugildi Vinnuskóla og öðrum rekstrarkostnaði hjá Vinnuskóla.

Breytingin á fjárhagsáætlun ársins var lögð fyrir bæjarstjórnarfund sem haldinn var í gærkvöldi.

DEILA