Seðlabankinn: stýrivaxtahækkanir hafa ekki haft áhrif á meirihluta fasteignalána

Fram kom í kynningu Seðlabanka Íslands í gær á fasteignalánum að rúmlega helmingur allrar lánsfjárhæðar fasteignaveðlána er með föstum vöxtum. Af um 2700 milljarða króna heildarlánum eru 210 milljarðar króna með föstum vöxtum út lánstímann og um 1.150 milljarðar króna með föstum vöxtum til þriggja eða fimm ára. Það eru samtals rétt rúmlega 50%. Hækkun stýrivaxa Seðlabankans undanfarið ár hafa því ekki haft nein áhrif á greiðslubyrði af þeim lánum sem heldur haldist óbreytt. Skuldir að fjárhæð 1.150 milljörðum króna eru með breytilegum vöxtum, sem hafa væntanlega hækkað í samræmi við stýrivaxtabreytinu hverju sinni.

Á annarri glæru Seðlabankans eru lánin sundurliðuð nánar. Þar kemur fram að óverðtryggð lán með föstum vöxtum eru 28,3% af fasteignalánunum og verðtryggð lán með föstum vöxtum eru 26,1%. Samtals eru lán með föstum vöxtum 54,4% af heildarfasteignalanunum. verðtryggð lán með breytilegum vöxtum eru 19,2% og 26,4% eru óverðtryggð. Óverðtryggð lán eru því samtals 45,6%.

Samsetning nýrra lána er hins vegar á annan veg þar sem lán með föstum vöxtum eru um 38% og breytilegir vextir eru meira ráðandi með þeirra lána.

DEILA