Patreksfjörður: Vélaverkstæðið gefur leikkastala

Þórdís Sif Sigurðardóttir og Gunnar Sean eigandi Vélaverkstæðisins fyrir framan umræddan kastala. Mynd: Vesturbyggð.

Vélaverkstæði Patreksfjarðar hefur gefið sveitarfélaginu leikkastala við Patreksskóla í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Frá þessu er greint á vefsíðu Vesturbyggðar.

Auk leikkastalans gaf fyrirtækið ýmis smærri leiktæki sem sett voru upp á leikskólalóð Arakletts og útibekki fyrir báðar lóðir. Leiktækin auka fjölbreytni þeirra leiktækja sem fyrir eru og mun gjöfin gleðja yngstu kynslóðina.

DEILA